Almennar fréttir
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2022 eru farnir í dreifingu um allt land
25. nóvember 2022
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2022 eru farnir í dreifingu um allt land. Jólamerkimiðana í ár prýðir Mannvinahjartað sem er merki Mannvina Rauða krossins.
Mannvinir Rauða krossins styðja við öll verkefni Rauða krossins, svo sem Hjálparsímann 1717, mótttöku flóttafólks, áfallahjálp, skaðaminnkunarverkefni og þróunarsamvinnu.
Þú getur nálagast jólamerkimiðana í Rauða kross búðunum á Höfuðborgarsvæðinu.
Rauði krossinn vill hvetja þig að nota miðana þótt þú hafir ekki tök á að greiða fyrir þá.
Svona greiðir þú fyrir jólamerkimiðana:
- Leggur inn á reikning 0342-26-272, kt. 530269-2649
- Sendir SMS-ið JOL í númerið1900 og styrkir um 3.300 kr.
- Greiðir í gegnum Kass (7783609)
- Greiðir í gegnum Aur(1235704000)
- Greiðir þá í gegnum vefverslun okkar hér
Rauði krossinn á Íslandi sinnir margvíslegu hjálpar- og mannúðarstarfi um allt land. Starf félagsins miðar að því að bæta íslenskt samfélag og bregðast við á neyðarstundu.
Rúmlega 3.000 sjálfboðaliðar bera starfið uppi, en þeir starfa í anda grundvallarhugsjóna hreyfingarinnar um mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni.
Rauði krossinn hefur viðamiklu hlutverki að gegna þegar vá ber að garði á Íslandi þar sem félagið er hluti af Almannavörnum ríkisins.
Með því að greiða jólamerkimiðana styður þú við innanlandsstarf Rauða krossins, en verkefni Rauða krossins yfir hátíðarnar styðja vel við þá sem upplifa einmanaleika, sorg og áhyggjur.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina á Hjálparsíma Rauða krossins allan sólahringinn, aðfangadag sem og aðra daga. Ekkert vandamál er of stórt eða of lítið fyrir Hjálparsímann.

Rauði krossinn á Íslandi óskar þér og þínum gleðilegra jóla með þökk fyrir veittan stuðning á liðnum árum.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.