Almennar fréttir
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2022 eru farnir í dreifingu um allt land
25. nóvember 2022
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2022 eru farnir í dreifingu um allt land. Jólamerkimiðana í ár prýðir Mannvinahjartað sem er merki Mannvina Rauða krossins.
Mannvinir Rauða krossins styðja við öll verkefni Rauða krossins, svo sem Hjálparsímann 1717, mótttöku flóttafólks, áfallahjálp, skaðaminnkunarverkefni og þróunarsamvinnu.
Þú getur nálagast jólamerkimiðana í Rauða kross búðunum á Höfuðborgarsvæðinu.
Rauði krossinn vill hvetja þig að nota miðana þótt þú hafir ekki tök á að greiða fyrir þá.
Svona greiðir þú fyrir jólamerkimiðana:
- Leggur inn á reikning 0342-26-272, kt. 530269-2649
- Sendir SMS-ið JOL í númerið1900 og styrkir um 3.300 kr.
- Greiðir í gegnum Kass (7783609)
- Greiðir í gegnum Aur(1235704000)
- Greiðir þá í gegnum vefverslun okkar hér
Rauði krossinn á Íslandi sinnir margvíslegu hjálpar- og mannúðarstarfi um allt land. Starf félagsins miðar að því að bæta íslenskt samfélag og bregðast við á neyðarstundu.
Rúmlega 3.000 sjálfboðaliðar bera starfið uppi, en þeir starfa í anda grundvallarhugsjóna hreyfingarinnar um mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni.
Rauði krossinn hefur viðamiklu hlutverki að gegna þegar vá ber að garði á Íslandi þar sem félagið er hluti af Almannavörnum ríkisins.
Með því að greiða jólamerkimiðana styður þú við innanlandsstarf Rauða krossins, en verkefni Rauða krossins yfir hátíðarnar styðja vel við þá sem upplifa einmanaleika, sorg og áhyggjur.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina á Hjálparsíma Rauða krossins allan sólahringinn, aðfangadag sem og aðra daga. Ekkert vandamál er of stórt eða of lítið fyrir Hjálparsímann.
Rauði krossinn á Íslandi óskar þér og þínum gleðilegra jóla með þökk fyrir veittan stuðning á liðnum árum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.