Fara á efnissvæði

Almennar fréttir

Jólamerkimiðar Rauða krossins komnir út

27. nóvember 2025

Verkefni Rauða krossins á Íslandi í heila öld eru þemað á fallegum myndum sem prýða jólamerkimiða félagsins í ár. Miðunum hefur þegar verið dreift inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá verður hægt að nálgast víða um landið á næstu dögum.

Í hverju jólahefti eru 18 merkmiðar til að setja á jólapakkana. Mynd: Nadía

Hefti með jólamerkimiðum Rauða krossins hafa nú dottið inn um lúgur og ofan í póstkassa hjá íbúum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig verður hægt að nálgast jólaheftið á þjónustustöðvum N1 víða um land sem og í Krambúðum, verslunum 10-11 og í flestum fatabúðum Rauða krossins. „Við hvetjum landsmenn til að skreyta jólapakkana sína með merkimiðunum, óháð því hvort þeir sjái sér fært að greiða fyrir þá til að styrkja starf félagsins,“ segir Nadía Ýr Emilsdóttir, verkefnastjóri á fjáröflunar- og kynningarsviði Rauða krossins.

Í ár eru jólamerkimiðarnir skreyttir myndum sem Strik Studio á veg og vanda að. Myndirnar voru teiknaðar við gerð auglýsingar sem fyrirtækið bjó til í tilefni af aldarafmæli Rauða krossins á Íslandi árið 2024. Á þeim má sjá úrval verkefna sem félagið hefur sinnt í gegnum tíðina – og sinnir jafnvel enn – með mannúðina að leiðarljósi.

„Með jólamerkmiðunum vill félagið minna á mannúðarstarf sitt í þeirri von að sem flestir sem fá þá í hendur dreifi þeim mikilvæga boðskap áfram til ástvina þinna,“ segir Nadía.

Svona greiðir þú fyrir jólamerkimiðana:

•    Leggur inn á reikning 0342-26-272, kt. 530269-2649
•    Greiðir valgreiðslukröfu í heimabanka (3.500 kr.)
•    Greiðir í gegnum Aur (1235704000)
•    Fylgir greiðsluleið í gegnum heimasíðu okkar

Rauði krossinn á Íslandi sinnir margvíslegu hjálpar- og mannúðarstarfi um allt land. Starf félagsins miðar að því að bæta íslenskt samfélag, en það hefur einnig viðamiklu hlutverki að gegna þegar vá ber að garði því Rauði krossinn er hluti af Almannavörnum ríkisins. Auk þess tekur félagið þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi víða um heim.

Um 2.300 sjálfboðaliðar bera starfið uppi, en þeir starfa í anda grundvallarhugsjóna hreyfingarinnar um mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni.

Rauði krossinn á Íslandi hefur starfað í þágu mannúðar og bættra lífsgæða í heila öld. Með því að greiða fyrir jólamerkimiðana styrkir þú innanlandsstarf Rauða krossins, en verkefni Rauða krossins snúa meðal annars að því að styðja þau sem upplifa einmanaleika, sorg og áhyggjur yfir hátíðina. Sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu 1717.is allan sólarhringinn og allan ársins hring, líka á hátíðisdögum. Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann.

Þú getur stutt hjálpar- og mannúðarstarf Rauða krossins sem sjálfboðaliði, félagi eða með því að gerast Mannvinur.

Hér getur þú nálgast jólahefti Rauða krossins:

Krambúðin:

Akranes
Borgarnes
Búðakór
Búðardalur
Eggertsgata
Flúðir
Garðabær
Hjarðarhagi
Hófgerði, Kópavogi
Hólmavík
Hringbraut
Húsavík
Laugalækur
Laugarvatn
Lönguhlíð
Menntavegur, Reykjavík
Reykjahlíð
Selfoss
Skólavörðustígur
Tjarnabraut, Reykjanesbæ
Verslanir 10-11:
 Austurstræti
Laugavegur

Einnig:

Iceland, Hafnarfirði
Extra, Barónstíg

Þjónustustöðvar N1:

Þjóðbraut, Akranesi
Brúartorg, Borgarnesi
Hafnarstræti, Ísafirði
Staðarskáli, Hrútafirði
Norðurlandsvegur, Blönduósi
Ártorg, Sauðárkróki
Hörgárbraut, Akureyri
Leiruvegur, Akureyri
Héðinsbraut, Húsavík
Kaupvangur, Egilsstöðum
Vesturbraut, Höfn í Hornafirði
Austurvegur, Hvolsvelli
Austurvegur, Selfossi
Breiðamörk, Hveragerði
Friðarhöfn, Vestmannaeyjum

Fatabúðir Rauða krossins í Reykjavík, á Selfossi, í Reykjanesbæ og á Akureyri.