Almennar fréttir
Jólastyrkur frá Krónunni
12. desember 2018
Í síðustu viku barst Rauða krossinum styrkur til tveggja verkefna félagsins frá Krónunni.
Í síðustu viku barst Rauða krossinum styrkur til tveggja verkefna félagsins frá Krónunni. Um var að ræða samtals einnar milljón króna framlag til Frú Ragnheiðar og Konukots sem mun koma að góðum notum á nýju ári.
Síðustu ár hefur Krónan leitað eftir aðstoð viðskiptavina sinna við að velja málefni til að styrkja fyrir jólin. Yfir 300 viðskiptavinir Krónunnar komu með ábendingar og viðskiptavinir óskuðu m.a. eftir að Krónan myndi styrkja bæði Konukot og Frú Ragnheiði fyrir jólin.
Rauði krossinn þakkar Krónunni kærlega fyrir þetta frábæra framlag
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.