Almennar fréttir
Karlar í skúrum
27. febrúar 2020
Verkefnið er starfrækt á nokkrum stöðum á landinu
Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur þeim stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni. Markmið verkefnisins er að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karlmanna er í fyrirrúmi, þar sem þeir halda sér við líkamlega, andlega og félagslega.
Verkefnið er staðsett í
- Hafnafirði, Helluhrauni 8 - opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13
- Breiðholti í Arnarbakka 2 - opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13
- Vesturbyggð, Patreksfirði - opið miðvikudaga frá kl. 10
Von bráðar opna skúrar í Mosfellsbæ og Kópavogi.
Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 10 í Digraneskirkju.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.