Almennar fréttir
Karlar í skúrum Vesturbyggð
16. maí 2019
Karlar í skúrum Vesturbyggð hefur nú verið starfrækt á Patreksfirði. Þetta er þriðji staðurinn á landinu þar sem Rauði krossinn stendur fyrir slíku verkefni.
Verkefni Barðastrandarsýsludeildar Karlar í skúrum hefur nú farið af stað á Patreksfirði og nefnist það Karlar í skúrum í Vesturbyggð, en til Vesturbyggðar teljast Bíldudalur, Patreksfjörður og sveitirnar þar í kring. Auk þess er Tálknafjörður á starfssvæði Rauða kross deildarinnar.
Þetta er því þriðji staðurinn á landinu þar sem Rauði krossinn stendur fyrir Karlar í skúrum, en einnig er boðið upp á þessa aðstöðu í Breiðholti og Hafnarfirði.
Karlar í skúrum er verkefni Rauða krossins sem opið er fyrir alla karlmenn 18 ára og eldri, þar sem skapað er rými, í skúrum, til þess að hittast, spjalla, huga að áhugamálum sínum og vinna að sameiginlegum handverkefnum.
Hörður Sturluson, verkefnastjóri Karlar í skúrum segir að kynningarfundur verkefnisins sem haldinn var nýlega á Patreksfirði, hafi gengið vonum framar. Á fundinn mættu 5 karlar sem allir eru komnir inn í verkefnið. Tveir af þeim sitja nú í stjórn Karlar í skúrum Vesturbyggð og því einnig orðnir sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum í Barðastrandarsýslu. Ásamt þeim mætti Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar og Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins í Barðastrandasýslu. Sveitarfélagið útvegar aðstöðuna endurgjaldslaust.
Hörður segist hafa fundið fyrir mikilli jákvæðni meðal karlanna, en þeir munu svo sjá um að gera aðstöðuna snotra og mun starfsemin líklegast byrja á fullu í haust. Þá segir Hörður að reynslan sýni að þegar húsnæðið fari að taka á sig mynd þá fjölgi mikið þátttakendum í verkefninu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.