Almennar fréttir
Krabbameinsfélagið gefur sokka til verkefna Rauða krossins
28. apríl 2021
Rauði krossinn fékk í gær ríflega 500 sokkapör að gjöf frá Krabbameinsfélaginu. Sokkunum verður komið áfram til umsækjenda um alþjóðlega vernd, notenda Frú Ragnheiðar og gesta Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir.
Lóan er löngu komin, hefur kveðið burt snjóinn og það er komið sumar og um leið tilefni til að gefa sumargjafir. Krabbameinsfélagið ákvað að nýta tækifærið og safnaði saman um 520 sokkapörum sem hafa verið til sölu í Mottumars, árveknisátaki um krabbamein í körlum, til að gefa skjólstæðingum nokkurra verkefna Rauða krossins á Íslandi Á hverju ári seljast allt frá 15 til 25 þúsund sokkapara í átakinu, sem gerir það að verkum að ómögulegt reynist að spá fyrir um nákvæma tölu seldra sokka.
Það var Krabbameinsfélaginu hjartans mál að þessir glæsilegu sokkar kæmust í notkun og kom upp sú hugmynd að Rauði krossinn á Íslandi væri best til þess fallinn að koma þeim í góðar hendur – eða á góða fætur réttara sagt. Þau sem nýta sér þjónustu og úrræði Rauða krossins geta því átt von á litríkum sokkum sem eru einstaklega heppilegir til að klæðast nú þegar hitastigið verður æ skaplegra og hillir undir rýmkun á samkomutakmörkunum sem hafa haft áhrif mörg af verkefnum félagsins.
\"Þegar þessi hugmynd kom upp þá var aldrei spurning að af henni yrði,\" sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Sokkarnir eru einstaklega þægilegir og flottir að okkar mati og vonandi eru viðtakendur þeirra sama sinnis. Við vonum innilega að þeir komi að góðum notum. Það er nú svo afskaplega þægilegt að smeygja sér í nýja sokka, um það erum við öll sammála.
Það var Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, sem tók við sumarsokkagjöfinni frá Höllu við höfuðstöðvar Rauða krossins í Efstaleiti:
Við kunnum Krabbameinsfélaginu okkar bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu og litríku sumargjöf. Ég er sannfærður um að sokkunum verði tekið fagnandi og muni koma að góðum notum hjá umsækjendum um alþjóðlega vernd, notendum skaðaminnkunar Frú Ragnheiðar og gestum Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.