Almennar fréttir
Láttu gott af þér leiða og fáðu endurgreiðslu frá skatti í leiðinni
13. desember 2021
Það hefur aldrei verið jafn hagstætt að styrkja Rauða krossinn því frá og með nóvember 2021 er hægt að lækka skattana í leiðinni. Þetta á bæði við um einstaklinga og fyrirtæki:
Fyrirtæki geta fengið skattafslátt af styrkjum sem nema allt að 1,5% af tekjuskattsstofni.
Hjá einstaklingum þarf styrkfjárhæðin að vera að lágmarki 10 þúsund og hámarksskattafsláttur fæst fyrir 350 þúsund króna framlag. Hámarks upphæðin er tvöföld fyrir hjón, þ.e. 700 þúsund krónur.
Hér er dæmi um hvað einstaklingar geta fengið í skattaafslátt miðað við mismunandi fjárhæðir*:
-
Einstaklingur sem greiðir 20 þúsund króna styrk til Rauða krossins fær skattafslátt að fjárhæð 7.600 krónur. Við fáum 20 þúsund til góðra verka, en þú borgar í raun 12.400.
-
Einstaklingur sem greiðir 50 þúsund króna styrk til Rauða krossins fær skattafslátt að fjárhæð 19 þúsund krónur. Við fáum 50 þúsund til góðra verka, en þú borgar í raun 31.000
-
Fyrirtæki sem styrkir Rauða krossinn um 1 milljón lækkar tekjuskattinn sinn um 200 þúsund krónur. Við fáum 1 milljón til góðra verka, en fyrirtækið greiðir í raun 800 þúsund
Þú þarft ekkert að gera nema taka ákvörðun um að styrkja Rauða krossinn, skatturinn og Rauði krossinn sjá um að koma afslættinum til skila.
Til að nýta skattaafsláttinn getur þú gerst mánaðarlegur styrktaraðili hér og styrkt Rauða krossinn með einni greiðslu hér.
*Tekjuskattshlutfall er breytilegt. Hér er gert ráð fyrir skattahlutfalli meðaltekna. Fjárhæðir birtast á heilu hundraði króna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.