Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra skyndihjálpar
01. mars 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnisstjóra skyndihjálpar í 100% starf. Starfsstöð er á landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnisstjóra skyndihjálpar í 100% stöðu. Starfsstöð er á landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Helstu verkefni:
- Umsjón með sölu skyndihjálparnámskeiða
- Umsjón með þróun og útgáfu námsefnis og námskeiða í skyndihjálp.
- Umsjón með menntun leiðbeinenda í skyndihjálp.
- Samskipti við samstarfsaðila innanlands og erlendis á sviði skyndihjálpar.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- og/eða menntavísinda, sjúkraflutningamenntun eða víðtæk starfsreynsla á sviði skyndihjálpar.
- Mikil samskiptahæfni og sjálfstæði í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019
Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist á starf@redcross.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
Nánari upplýsingar veitir Jón B Birgisson sviðsstjóri innanlandssviðs.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.