Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra skyndihjálpar
01. mars 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnisstjóra skyndihjálpar í 100% starf. Starfsstöð er á landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnisstjóra skyndihjálpar í 100% stöðu. Starfsstöð er á landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Helstu verkefni:
- Umsjón með sölu skyndihjálparnámskeiða
- Umsjón með þróun og útgáfu námsefnis og námskeiða í skyndihjálp.
- Umsjón með menntun leiðbeinenda í skyndihjálp.
- Samskipti við samstarfsaðila innanlands og erlendis á sviði skyndihjálpar.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- og/eða menntavísinda, sjúkraflutningamenntun eða víðtæk starfsreynsla á sviði skyndihjálpar.
- Mikil samskiptahæfni og sjálfstæði í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019
Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist á starf@redcross.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
Nánari upplýsingar veitir Jón B Birgisson sviðsstjóri innanlandssviðs.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.