Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra skyndihjálpar
01. mars 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnisstjóra skyndihjálpar í 100% starf. Starfsstöð er á landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnisstjóra skyndihjálpar í 100% stöðu. Starfsstöð er á landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Helstu verkefni:
- Umsjón með sölu skyndihjálparnámskeiða
- Umsjón með þróun og útgáfu námsefnis og námskeiða í skyndihjálp.
- Umsjón með menntun leiðbeinenda í skyndihjálp.
- Samskipti við samstarfsaðila innanlands og erlendis á sviði skyndihjálpar.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- og/eða menntavísinda, sjúkraflutningamenntun eða víðtæk starfsreynsla á sviði skyndihjálpar.
- Mikil samskiptahæfni og sjálfstæði í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019
Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist á starf@redcross.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
Nánari upplýsingar veitir Jón B Birgisson sviðsstjóri innanlandssviðs.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.