Almennar fréttir
Leitað er eftir vaktstjóra í símaver Rauða krossins
27. september 2019
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf vaktstjóra í símaver félagsins. Starfið felur í sér umsjón með starfsfólki í símaveri, kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin.
Vaktstjóri símavers - hlutastarf
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf vaktstjóra í símaver félagsins. Starfið felur í sér umsjón með starfsfólki í símaveri, kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin.
Í starfinu gefst tækifæri til að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.
Vinnutími:
Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er 4 daga vikunnar. Vinnutíminn er frá kl. 15:00-21.00, mánudaga til fimmtudaga.
Helstu verkefni:
- Verkefnastjórn í símaveri í samráði við verkefnastjóra
- Móttaka og þjálfun starfsfólks símavers
- Skipulagning vakta starfsfólks símavers
- Ábyrgð á skráningu upplýsinga og gagnaöflun
Hæfniskröfur:
- Áhugi á starfi Rauða krossins
- Leiðtogahæfni, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Samviskusemi og áreiðanleiki
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Reynsla af verkefnastjórnun og/eða sambærilegu starfi er kostur
Nánari upplýsingar veitir:
Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri fjáröflunar og kynningarsviðs Rauða krossins, bjorgk@redcross.is. Sótt er um starfið á Alferð. Umsóknarfrestur er til og með 6. október n.k. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og umsóknarbréf sem lýsir hæfni til að gegna starfinu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.