Almennar fréttir
Lífróður til styrktar Frú Ragnheiði hefst í dag
14. desember 2018
Sérstök söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanna fyrir Frú Ragnheiði sem ætla að róa í sjö daga, stanslaust í eina viku.
Lífróður, sérstök söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði, hefst í dag. Þá ætla sjö einstaklinga að róa í sjö daga , stanslaust í eina viku, og safna þannig fjármunum fyrir Frú Ragnheiði.
Söfnunin fer fram í Under Armour búðinni í Kringlunni og hvetjum við alla til að kynna sér málið.
Hægt er að leggja söfnunni lið með eftirfarandi hætti:
Smella á gefa.raudikrossinn.is/8287 eða senda SMS-ið TAKK í símanúmerið 1900 til að gefa 1900 kr.
Einnig er hægt að mæta í Under Armour-búðina í Kringlunni og „taka róður“ gegn vægu gjaldi – 1.000 kr. sem renna eðlilega beint í þetta mikilvæga málefni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.