Almennar fréttir
Magnús Hallgrímsson fyrrum sendifulltrúi Rauða krossins látinn
13. nóvember 2020
Magnús var öflugur sendifulltrúi og lét sig sjaldan vanta á viðburði á vegum Rauða krossins.
Magnús Hallgrímsson verkfræðingur starfaði fyrir Rauða krossinn bæði innanlands og á erlendum vettvangi frá árinu 1980. Hann fór í fjölda starfsferða fyrir Rauða krossinn á Íslandi, hans fyrsta ferð var í flóttamannabúðum í Indónesíu sem voru í sameiginlegri umsjón Alþjóðaráðs Rauða krossins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann starfaði einnig í Eþíópíu fyrir hönd Rauða krossins sem og í Jórdaníu, Írak og Aserbaijan.
Það var ekki aðeins Rauði krossinn sem naut starfskrafa hans en Magnús starfaði einnig fyrir friðargæslu utanríkisráðuneytisins, fyrir ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna og var einn af stofnendum Flugbjörgunarsveitarinnar.
Magnús lét sig sjaldan vanta á viðburði á vegum Rauða krossins, sérstaklega tengdum alþjóðaverkefnum hvort sem um opna fyrirlestra, fræðslu fyrir sendifulltrúa eða samveru sendifulltrúa og sjálfboðaliða var að ræða.
Magnús fékk fjölda viðurkenninga fyrir störf sín á ýmsum vettvangi m.a. riddarakross forseta Íslands árið 2003 fyrir hjálpar- og endurreisnarstörf á erlendum vettvangi, heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands árið 1993 og var gerður að heiðursfélaga í Jöklarannsóknarfélagi Íslands árið 2010. Þá fékk Magnús heiðursviðurkenningu á aðalfundi Rauða krossins vorið 2018.
Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð en minningin um góðan mann lifir.
Magnús fékk heiðursviðurkenningu á aðalfundi Rauða krossins 2018.
Magnús að störfum í Írak.
Magnús lét sig sjaldan vanta á viðburði Rauða krossins. Hér er hann með Stefáni Pálssyni sem vann lengi hjá Rauða krossinum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Ylja er „eins og gott knús“
Innanlandsstarf 06. maí 2025Samfélagið á Rás 1 heimsótti neyslurýmið Ylju sem Rauði krossinn rekur og ræddi við starfsfólk og konu sem nýtir sér þjónustuna sem þar býðst. Þátturinn gefur einstaklega góða innsýn í starfsemi Ylju og um gagnsemi úrræðisins.

Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“