Almennar fréttir
Málþing um lög í stríði í Norræna húsinu
14. mars 2019
Rauði krossinn á Íslandi og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, standa að málþingi fimmtudaginn 21. mars í Norræna húsinu um Genfarsamningana og lög í stríði.
Rauði krossinn á Íslandi og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, standa að málþingi fimmtudaginn 21. mars í Norræna húsinu um Genfarsamningana og lög í stríði.
Málþinginu er ætlað að auka þekkingu fagfólks og almennings á alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum Genfarsamningunum. Í vopnuðum átökum gilda lög og eitt af meginverkefnum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) er að kynna fyrir stjórnvöldum og stríðandi fylkingum um allan heim hvaða réttindi og skyldur hvíla á þeim á meðan á átökum stendur. Umfjöllunarefni málþingsins afmarkast við lög í stríði (International humanitarian law, IHL), með áherslu á vernd almennra borgara í átökum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áhrif vopnaðra átaka á heilbrigðisþjónustu. Þá verður jafnframt fjallað um mannúðarréttinn og íslenskt lagaumhverfi, þá sérstaklega innleiðingu refsiákvæða mannúðarréttarins í íslensk lög.
Málþingið fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Léttar veitingar í boði.
Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi síðu:
https://www.facebook.com/events/413001889434692/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.