Fara á efnissvæði

Almennar fréttir

Máluðu myndir og seldu vegfarendum

12. september 2025

Theódóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber fóru frumlega og skemmtilega leið til þess að styðja við verkefni Rauða krossins.

Theódóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum söfnunarféð á dögunum.

Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins. Stelpurnar, sem eru tíu ára og sjö ára, fóru óvenjulega og skemmtilega leið við fjáröflunina: Þær máluðu myndir og komu sér fyrir á götuhorni í Hvassaleitishverfinu í Reykjavík þar sem þær buðu vegfarendum myndirnar til sölu.

Myndefnið var af ýmsu tagi en náttúran var þó fyrirferðamest. Með myndasölunni söfnuðu þær 3.501 krónu.

Rauði krossinn þakkar Theodóru og Þórunni kærlega fyrir þetta dýrmæta framlag þeirra til mannúðar og hvetur fleiri til að feta í þeirra fótspor.