Almennar fréttir
Máluðu myndir og seldu vegfarendum
12. september 2025
Theódóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber fóru frumlega og skemmtilega leið til þess að styðja við verkefni Rauða krossins.
Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins. Stelpurnar, sem eru tíu ára og sjö ára, fóru óvenjulega og skemmtilega leið við fjáröflunina: Þær máluðu myndir og komu sér fyrir á götuhorni í Hvassaleitishverfinu í Reykjavík þar sem þær buðu vegfarendum myndirnar til sölu.
Myndefnið var af ýmsu tagi en náttúran var þó fyrirferðamest. Með myndasölunni söfnuðu þær 3.501 krónu.
Rauði krossinn þakkar Theodóru og Þórunni kærlega fyrir þetta dýrmæta framlag þeirra til mannúðar og hvetur fleiri til að feta í þeirra fótspor.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.