Almennar fréttir
Máluðu myndir og seldu vegfarendum
12. september 2025
Theódóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber fóru frumlega og skemmtilega leið til þess að styðja við verkefni Rauða krossins.

Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins. Stelpurnar, sem eru tíu ára og sjö ára, fóru óvenjulega og skemmtilega leið við fjáröflunina: Þær máluðu myndir og komu sér fyrir á götuhorni í Hvassaleitishverfinu í Reykjavík þar sem þær buðu vegfarendum myndirnar til sölu.
Myndefnið var af ýmsu tagi en náttúran var þó fyrirferðamest. Með myndasölunni söfnuðu þær 3.501 krónu.
Rauði krossinn þakkar Theodóru og Þórunni kærlega fyrir þetta dýrmæta framlag þeirra til mannúðar og hvetur fleiri til að feta í þeirra fótspor.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.

Grindvíkingar í fókus: Nýtt stuðningsverkefni
Innanlandsstarf 01. október 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ýtt úr vör nýju verkefni og býður Grindvíkingum á fjölda námskeiða, vinnustofa og viðburða, endurgjaldslaust. Verkefnið er unnið í samstarfi við KVAN, í samráði við Grindavíkurbæ og með stuðningi Rio Tinto.