Almennar fréttir
Máluðu myndir og seldu vegfarendum
12. september 2025
Theódóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber fóru frumlega og skemmtilega leið til þess að styðja við verkefni Rauða krossins.
Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins. Stelpurnar, sem eru tíu ára og sjö ára, fóru óvenjulega og skemmtilega leið við fjáröflunina: Þær máluðu myndir og komu sér fyrir á götuhorni í Hvassaleitishverfinu í Reykjavík þar sem þær buðu vegfarendum myndirnar til sölu.
Myndefnið var af ýmsu tagi en náttúran var þó fyrirferðamest. Með myndasölunni söfnuðu þær 3.501 krónu.
Rauði krossinn þakkar Theodóru og Þórunni kærlega fyrir þetta dýrmæta framlag þeirra til mannúðar og hvetur fleiri til að feta í þeirra fótspor.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.