Almennar fréttir
Mikið álag vegna reksturs farsóttarhúsa
11. janúar 2022
Vegna mikils fjölda Covid-19 smita undanfarnar vikur og daga hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins. Í dag rekur Rauði krossinn alls sex farsóttarhús, fimm á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Akureyri og í undirbúningi er að opna sjötta farsóttarhúsið á höfuðborgarsvæðinu.
Þessi hraði vöxtur hefur kallað á miklar mannaráðningar fyrir farsóttarhúsin. Allt starfsfólk þarf sérþjálfun áður en það getur tekið við starfi í farsóttarhúsi.
Mikil ásókn hefur verið að hjá smituðum einstaklingum að komast að hjá farsóttarhúsum. Þar sem mun meiri eftirspurn er en framboð, þarf að forgangsraða þeim sem nauðsynlega þurfa á vist að halda. Rauði krossinn biðlar til allra sem greinast með Covid-19 og geta verið heima að óska ekki eftir vist á farsóttarhúsi nema af brýnni nauðsyn. Allir sem geta dvalið heima í einangrun ættu að velja þann kost.
Starfsmenn Rauða krossins hringja nú allan daginn í fólk sem óskar eftir dvöl og forgangsraða smituðum einstaklingum inn á farsóttarhúsin. Í forgangi eru þeir sem með engu móti geta dvalið í heimahúsi og ferðamenn sem ekki geta dvalið á hefðbundnum hótelum lengur. Algengt er að ferðamenn sem hafa þegar skráð sig út af hóteli greinist síðan í hraðprófi með Covid-19 á leið úr landi. Þeir geta ekki bókað hótelherbergi á ný og eru því ekki með þak yfir höfuðið. Þá er lögð áhersla á að smitaðir einstaklingar sem ekki geta dvalið heima vegna alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma annarra heimilismanna fái inni á farsóttarhúsi.
Rauði krossinn vill góðfúslega benda á að erfitt getur reynst að ná símasambandi við félagið núna vegna mikils álags af þessum ástæðum og á það líka við um Hjálparsímann 1717.
Þá vill Rauði krossinn nota tækifærið og þakka öllum stuðningsaðilum sínum. Á slíkum álagstíma er mikilvægt að geta reitt sig á sterkt bakland eins og Mannvini Rauða krossins. Hægt er að gerast mánaðarlegur styrktaraðili hér .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“