Almennar fréttir
Mikilvægasti ferðafélaginn í sumar
05. júlí 2019
Skyndihjálpartaskan er staðalbúnaður í sumar, hvort sem um er að ræða á heimilið, í bílinn, bátinn eða sumarbústaðinn.
Skyndihjálpartaskan er staðalbúnaður í sumar, hvort sem um er að ræða á heimilið, í bílinn, bátinn eða sumarbústaðinn.
Mikilvægt er að hafa neyðarútbúnað á vísum stað og við höndina – slysin gera ekki boð á undan sér. Skyndihjálpartaska ásamt kunnáttu á réttum handtökum getur bjargað mannslífum ef slysin gerast.
Í töskunni er að finna allar helstu upplýsingar um rétt viðbrögð á slysstað eða í skyndilegum veikindum. Taskan inniheldur sótthreinsiklúta, grisjur, einnota hanska, kælipoka, skæri, teygjubindi, þrúgusykur, ályfirbreiðslu og ýmislegt fleira.
Hægt er að láta fylla á töskuna í næstu lyfjaverslun/apóteki.
Um leið og þú kaupir skyndihjálpatöskuna ertu að styrkja starf Rauða krossins á Íslandi. Hægt er að versla töskuna á vef Rauða krossins eða koma á Landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9. Taskan kostar 8.990 krónur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.