Almennar fréttir
Mikilvægasti ferðafélaginn í sumar
05. júlí 2019
Skyndihjálpartaskan er staðalbúnaður í sumar, hvort sem um er að ræða á heimilið, í bílinn, bátinn eða sumarbústaðinn.
Skyndihjálpartaskan er staðalbúnaður í sumar, hvort sem um er að ræða á heimilið, í bílinn, bátinn eða sumarbústaðinn.
Mikilvægt er að hafa neyðarútbúnað á vísum stað og við höndina – slysin gera ekki boð á undan sér. Skyndihjálpartaska ásamt kunnáttu á réttum handtökum getur bjargað mannslífum ef slysin gerast.
Í töskunni er að finna allar helstu upplýsingar um rétt viðbrögð á slysstað eða í skyndilegum veikindum. Taskan inniheldur sótthreinsiklúta, grisjur, einnota hanska, kælipoka, skæri, teygjubindi, þrúgusykur, ályfirbreiðslu og ýmislegt fleira.
Hægt er að láta fylla á töskuna í næstu lyfjaverslun/apóteki.
Um leið og þú kaupir skyndihjálpatöskuna ertu að styrkja starf Rauða krossins á Íslandi. Hægt er að versla töskuna á vef Rauða krossins eða koma á Landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9. Taskan kostar 8.990 krónur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.