Almennar fréttir
Mikilvægt að sammælast um algjört bann við kjarnorkuvopnum
24. apríl 2019
Sveinn Kristinnson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ritaði nýlega grein um kjarnorkuvopn. Þar minnir hann okkur á að ,,við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna.‘‘
Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ritaði nýlega grein um kjarnorkuvopn. Þar minnir hann okkur á að ,,við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna.‘‘ Afar þungbært sé að enn sé hætta á að þessum svo afar skaðlegum vopnum verði beitt. Í greininni bendir Sveinn á að ríkisstjórnir og ráðamenn heimsins þurfi að sammælast um algjört bann við kjarnorkuvopnum. Fyrsta skrefið sé að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.
74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Gríðarlega alvarlegar afleiðingar eru af kjarnorkuvopnum er búa yfir ótrúlegum eyðingarmætti. Heimsbyggðin mun seint gleyma þeim skelfilegu afleiðingum sem urðu vegna kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki fyrir 74 árum, þar sem tugþúsundir manna létust á svipstundu. Tugir þúsunda urðu fyrir langvarandi áhrifum sem sumir hverjir glíma enn við í dag.
Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafa beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna, en eðli kjarnorkuvopna er slíkt að ljóst er að hvorki Rauði krossinn né annar hjálparaðili myndi hætta sér inn á svæði þar sem kjarnorkusprengja er sprengd til þess að veita fórnarlömbum aðstoð.
Lesa má greinina hans Sveins í heild sinni hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.