Almennar fréttir
Námskeið fyrir verðandi sendifulltrúa Rauða krossins
07. nóvember 2023
Nýlega fór fram sendifulltrúanámskeið í Borgarnesi fyrir þau sem vilja fara erlendis sem sendifulltrúar og sinna hjálparstarfi á vettvangi eða þróunarsamvinnu með öðrum landsfélögum. Námskeiðið var alþjóðlegt og kynnti tilvonandi sendifulltrúa fyrir ýmsum hliðum starfsins.

Nýlega var haldið svokallað IMPACT sendifulltrúanámskeið, sem er fyrir verðandi sendifulltrúa Rauða krossins. Markmiðið með námskeiðinu er að gera tilvonandi sendifulltrúa sem best í stakk búna til að sinna hjálparstarfi á vettvangi vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara eða vegna stríðsátaka, eða að starfa að langtíma þróunarsamvinnu með öðrum landsfélögum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans. Námskeiðið er forsenda þess að vera á útkallslista Rauða krossins fyrir alþjóðalegt hjálparstarf.
Þátttakendur voru alls 25 og komu frá ýmsum löndum, meðal annars Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Spáni.
Fjölbreytt fræðsla fyrir framandi störf
Á námskeiðinu kynnast tilvonandi sendifulltrúar starfi landsfélaga Rauða krossins, Alþjóðasambandsins (IFRC) og Alþjóðaráðsins (ICRC), auk þess sem þeir kynnast starfi á vettvangi og margvíslegum álitaefnum sem geta komið upp. Þau fá einnig fræðslu um öryggismál, daglegt líf sendifulltrúa á vettvangi og heilsufarsvandamál sem geta komið upp.

Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Fyrst þurfa þátttakendur að fara í gegnum námskeið á vefnum sem lýkur með prófi og standist þeir það próf heldur þjálfun áfram á þessu vikulanga námskeiði, sem að þessu sinni var haldið á Varmalandi í Borgarnesi.
Aðal leiðbeinendurnir á námskeiðinu voru fulltrúar frá ICRC og IFRC, þeir Guive Rafatian og Jean-Pierre Taschereau, en auk þess sinnti starfsfólk og sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi einnig kennslu á námskeiðinu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.