Almennar fréttir
Námskeið fyrir verðandi sendifulltrúa Rauða krossins
07. nóvember 2023
Nýlega fór fram sendifulltrúanámskeið í Borgarnesi fyrir þau sem vilja fara erlendis sem sendifulltrúar og sinna hjálparstarfi á vettvangi eða þróunarsamvinnu með öðrum landsfélögum. Námskeiðið var alþjóðlegt og kynnti tilvonandi sendifulltrúa fyrir ýmsum hliðum starfsins.

Nýlega var haldið svokallað IMPACT sendifulltrúanámskeið, sem er fyrir verðandi sendifulltrúa Rauða krossins. Markmiðið með námskeiðinu er að gera tilvonandi sendifulltrúa sem best í stakk búna til að sinna hjálparstarfi á vettvangi vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara eða vegna stríðsátaka, eða að starfa að langtíma þróunarsamvinnu með öðrum landsfélögum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans. Námskeiðið er forsenda þess að vera á útkallslista Rauða krossins fyrir alþjóðalegt hjálparstarf.
Þátttakendur voru alls 25 og komu frá ýmsum löndum, meðal annars Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Spáni.
Fjölbreytt fræðsla fyrir framandi störf
Á námskeiðinu kynnast tilvonandi sendifulltrúar starfi landsfélaga Rauða krossins, Alþjóðasambandsins (IFRC) og Alþjóðaráðsins (ICRC), auk þess sem þeir kynnast starfi á vettvangi og margvíslegum álitaefnum sem geta komið upp. Þau fá einnig fræðslu um öryggismál, daglegt líf sendifulltrúa á vettvangi og heilsufarsvandamál sem geta komið upp.

Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Fyrst þurfa þátttakendur að fara í gegnum námskeið á vefnum sem lýkur með prófi og standist þeir það próf heldur þjálfun áfram á þessu vikulanga námskeiði, sem að þessu sinni var haldið á Varmalandi í Borgarnesi.
Aðal leiðbeinendurnir á námskeiðinu voru fulltrúar frá ICRC og IFRC, þeir Guive Rafatian og Jean-Pierre Taschereau, en auk þess sinnti starfsfólk og sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi einnig kennslu á námskeiðinu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“
Innanlandsstarf 05. ágúst 2025Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.