Almennar fréttir
Námskeið fyrir verðandi sendifulltrúa Rauða krossins
07. nóvember 2023
Nýlega fór fram sendifulltrúanámskeið í Borgarnesi fyrir þau sem vilja fara erlendis sem sendifulltrúar og sinna hjálparstarfi á vettvangi eða þróunarsamvinnu með öðrum landsfélögum. Námskeiðið var alþjóðlegt og kynnti tilvonandi sendifulltrúa fyrir ýmsum hliðum starfsins.

Nýlega var haldið svokallað IMPACT sendifulltrúanámskeið, sem er fyrir verðandi sendifulltrúa Rauða krossins. Markmiðið með námskeiðinu er að gera tilvonandi sendifulltrúa sem best í stakk búna til að sinna hjálparstarfi á vettvangi vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara eða vegna stríðsátaka, eða að starfa að langtíma þróunarsamvinnu með öðrum landsfélögum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans. Námskeiðið er forsenda þess að vera á útkallslista Rauða krossins fyrir alþjóðalegt hjálparstarf.
Þátttakendur voru alls 25 og komu frá ýmsum löndum, meðal annars Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Spáni.
Fjölbreytt fræðsla fyrir framandi störf
Á námskeiðinu kynnast tilvonandi sendifulltrúar starfi landsfélaga Rauða krossins, Alþjóðasambandsins (IFRC) og Alþjóðaráðsins (ICRC), auk þess sem þeir kynnast starfi á vettvangi og margvíslegum álitaefnum sem geta komið upp. Þau fá einnig fræðslu um öryggismál, daglegt líf sendifulltrúa á vettvangi og heilsufarsvandamál sem geta komið upp.

Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Fyrst þurfa þátttakendur að fara í gegnum námskeið á vefnum sem lýkur með prófi og standist þeir það próf heldur þjálfun áfram á þessu vikulanga námskeiði, sem að þessu sinni var haldið á Varmalandi í Borgarnesi.
Aðal leiðbeinendurnir á námskeiðinu voru fulltrúar frá ICRC og IFRC, þeir Guive Rafatian og Jean-Pierre Taschereau, en auk þess sinnti starfsfólk og sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi einnig kennslu á námskeiðinu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.