Almennar fréttir
Nemendur Grundaskóla söfnuðu rúmlega milljón fyrir Rauða krossinn
02. desember 2022

Góðgerðardagur í Grundaskóla til styrktar hjálparstarfi í Malaví
Undanfarna daga og vikur hafa nemendur og starfsfólk Grundaskóla undirbúið markað en þar var til sölu fjölbreytilegur varningur. Fullt var út úr dyrum og margir með seðla á lofti til að tryggja sér fljóta og örugga afgreiðslu. Meðal annars var hægt að kaupa handverk úr leir og textíl, skreyttar krukkur, kökudeig, kókoskúlur, bækur og dót, pulsur og djús og kökur og kaffi.

Söfnuðu 1.160.000 kr.
Alls náðist að safna 1.160.000 kr. fyrir Rauða krossinn sem rennur til hjálparstarfs okkar í Malaví.
Við þökkum Grundaskóla kærlega fyrir frábært framtak!

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.