Almennar fréttir
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
23. janúar 2025
Vopnahlé er komið á og þörfin fyrir hjálp er gífurleg. Yfir 1,9 milljónir Palestínufólks eru á vergangi á Gaza, og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn vinna nú hörðum höndum að því að veita fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu, mat, skjóli og hreinu vatni.
Við styðjum meðal annars við:
- Sjúkrabílaþjónustu og sjúkrastofnanir
- Matvælaaðstoð
- Aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisvörum
- Dreifingu á tjöldum og nauðsynjavörum fyrir heimili
- Sálfélagslegan stuðning fyrir börn og fullorðna
Aðstoðin nær einnig til Vesturbakkans og Palestínufólks á vergangi í nágrannalöndum.
Þú getur styrkt söfnunina HÉR
Aðrar styrktarleiðir:
👉Hringja í 904-1500 til að styrkja um 1.500 kr.
👉Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
👉Hringja í 904-5500 til að styrkja um 5.500 kr.
👉Aur/Kass: @raudikrossinn
👉Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
👉SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)
Hjálpaðu okkur að hjálpa – leggðu þitt af mörkum í dag!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.