Almennar fréttir
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
23. janúar 2025
Vopnahlé er komið á og þörfin fyrir hjálp er gífurleg. Yfir 1,9 milljónir Palestínufólks eru á vergangi á Gaza, og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn vinna nú hörðum höndum að því að veita fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu, mat, skjóli og hreinu vatni.
Við styðjum meðal annars við:
- Sjúkrabílaþjónustu og sjúkrastofnanir
- Matvælaaðstoð
- Aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisvörum
- Dreifingu á tjöldum og nauðsynjavörum fyrir heimili
- Sálfélagslegan stuðning fyrir börn og fullorðna
Aðstoðin nær einnig til Vesturbakkans og Palestínufólks á vergangi í nágrannalöndum.
Þú getur styrkt söfnunina HÉR
Aðrar styrktarleiðir:
👉Hringja í 904-1500 til að styrkja um 1.500 kr.
👉Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
👉Hringja í 904-5500 til að styrkja um 5.500 kr.
👉Aur/Kass: @raudikrossinn
👉Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
👉SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)
Hjálpaðu okkur að hjálpa – leggðu þitt af mörkum í dag!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólk á Gaza sárbiður um hjálp
Alþjóðastarf 19. maí 2025Aukinn þungi hefur færst í hernaðaraðgerðir á Gaza síðustu daga og hundruð almennra borgara, sem skulu njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, verið drepin. „Mannúðaraðstoð má aldrei nota í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

„Við verðum að brýna raustina“
Almennar fréttir 13. maí 2025„Á tímum sem þessum getum við ekki staðið þögul hjá,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi. „Við verðum að brýna raustina og láta í okkur heyra, hvar sem færi gefst.“

Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.