Almennar fréttir
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
23. janúar 2025
Vopnahlé er komið á og þörfin fyrir hjálp er gífurleg. Yfir 1,9 milljónir Palestínufólks eru á vergangi á Gaza, og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn vinna nú hörðum höndum að því að veita fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu, mat, skjóli og hreinu vatni.
Við styðjum meðal annars við:
- Sjúkrabílaþjónustu og sjúkrastofnanir
- Matvælaaðstoð
- Aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisvörum
- Dreifingu á tjöldum og nauðsynjavörum fyrir heimili
- Sálfélagslegan stuðning fyrir börn og fullorðna
Aðstoðin nær einnig til Vesturbakkans og Palestínufólks á vergangi í nágrannalöndum.
Þú getur styrkt söfnunina HÉR
Aðrar styrktarleiðir:
👉Hringja í 904-1500 til að styrkja um 1.500 kr.
👉Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
👉Hringja í 904-5500 til að styrkja um 5.500 kr.
👉Aur/Kass: @raudikrossinn
👉Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
👉SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)
Hjálpaðu okkur að hjálpa – leggðu þitt af mörkum í dag!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.