Almennar fréttir
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
23. janúar 2025
Vopnahlé er komið á og þörfin fyrir hjálp er gífurleg. Yfir 1,9 milljónir Palestínufólks eru á vergangi á Gaza, og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn vinna nú hörðum höndum að því að veita fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu, mat, skjóli og hreinu vatni.
Við styðjum meðal annars við:
- Sjúkrabílaþjónustu og sjúkrastofnanir
- Matvælaaðstoð
- Aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisvörum
- Dreifingu á tjöldum og nauðsynjavörum fyrir heimili
- Sálfélagslegan stuðning fyrir börn og fullorðna
Aðstoðin nær einnig til Vesturbakkans og Palestínufólks á vergangi í nágrannalöndum.
Þú getur styrkt söfnunina HÉR
Aðrar styrktarleiðir:
👉Hringja í 904-1500 til að styrkja um 1.500 kr.
👉Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
👉Hringja í 904-5500 til að styrkja um 5.500 kr.
👉Aur/Kass: @raudikrossinn
👉Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
👉SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)
Hjálpaðu okkur að hjálpa – leggðu þitt af mörkum í dag!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.