Almennar fréttir
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
23. janúar 2025
Vopnahlé er komið á og þörfin fyrir hjálp er gífurleg. Yfir 1,9 milljónir Palestínufólks eru á vergangi á Gaza, og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn vinna nú hörðum höndum að því að veita fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu, mat, skjóli og hreinu vatni.
Við styðjum meðal annars við:
- Sjúkrabílaþjónustu og sjúkrastofnanir
- Matvælaaðstoð
- Aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisvörum
- Dreifingu á tjöldum og nauðsynjavörum fyrir heimili
- Sálfélagslegan stuðning fyrir börn og fullorðna
Aðstoðin nær einnig til Vesturbakkans og Palestínufólks á vergangi í nágrannalöndum.
Þú getur styrkt söfnunina HÉR
Aðrar styrktarleiðir:
👉Hringja í 904-1500 til að styrkja um 1.500 kr.
👉Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
👉Hringja í 904-5500 til að styrkja um 5.500 kr.
👉Aur/Kass: @raudikrossinn
👉Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
👉SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)
Hjálpaðu okkur að hjálpa – leggðu þitt af mörkum í dag!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.