Almennar fréttir
Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Jemen framlengd til 27. desember
21. desember 2018
Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú vonir bundnar við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð.
Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen hefur verið framlengd fram til 27. desember. Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú vonir bundna við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð.
Í vikunni var undirritað vopnahlé milli stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Hefur þetta vakið upp vonir um að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum til milljóna Jemena sem þurfa á aðstoð að halda.
Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.
https://www.youtube.com/watch?v=p65bjs_GAzI
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.