Almennar fréttir
Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Jemen framlengd til 27. desember
21. desember 2018
Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú vonir bundnar við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð.
Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen hefur verið framlengd fram til 27. desember. Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú vonir bundna við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð.
Í vikunni var undirritað vopnahlé milli stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Hefur þetta vakið upp vonir um að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum til milljóna Jemena sem þurfa á aðstoð að halda.
Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.
https://www.youtube.com/watch?v=p65bjs_GAzI
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.