Almennar fréttir
Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Jemen framlengd til 27. desember
21. desember 2018
Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú vonir bundnar við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð.
Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen hefur verið framlengd fram til 27. desember. Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú vonir bundna við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð.
Í vikunni var undirritað vopnahlé milli stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Hefur þetta vakið upp vonir um að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum til milljóna Jemena sem þurfa á aðstoð að halda.
Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.
https://www.youtube.com/watch?v=p65bjs_GAzI
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.