Almennar fréttir
Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Jemen framlengd til 27. desember
21. desember 2018
Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú vonir bundnar við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð.
Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen hefur verið framlengd fram til 27. desember. Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú vonir bundna við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð.
Í vikunni var undirritað vopnahlé milli stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Hefur þetta vakið upp vonir um að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum til milljóna Jemena sem þurfa á aðstoð að halda.
Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.
https://www.youtube.com/watch?v=p65bjs_GAzI
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.