Almennar fréttir
Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku enn í gangi
12. apríl 2019
Alvarlegt ástand ríkir enn í sunnanverði Afríku eftir að fellibylurinn Idai skall á svæðið fyrir rúmum fjórum vikum. Flóðin sem fylgdu fellibylnum ollu gríðarlegum skaða í Mósambík, Malaví og Simbabwe en af þessum þremur ríkjum er ástandið hvað verst í Mósambik, en þar breiðist smitsjúkdómurinn kólera hratt út.
Alvarlegt ástand ríkir enn í sunnanverði Afríku eftir að fellibylurinn Idai skall á svæðið fyrir rúmum fjórum vikum. Flóðin sem fylgdu fellibylnum ollu gríðarlegum skaða í Mósambík, Malaví og Simbabwe en af þessum þremur ríkjum er ástandið hvað verst í Mósambik og þar breiðist smitsjúkdómurinn kólera hratt út.
Í heildina hefur fellibylurinn haft áhrif á rúmlega 3 milljónir manna á svæðinu og um 250 þúsund manns hafa misst heimili sín. Tugir þúsunda heimila hafa jafnast við jörðu. Þar af auki eyðilagði fellibylurinn þúsundir akra af uppskeru sem mun hafa veruleg áhrif á mataröryggi á svæðinu. Þá eru stór svæði og borgir án rafmagns og fjarskipti liggja niðri. Ástandið er talið eitt það versta á svæðinu í áratugi, en að minnsta kosti 960 manns eru taldir af. Í Mósambík er tala látinna komin yfir 600 og rúmlega 4 þúsund kólerusmit hafa þar verið greind.
Viðamiklar aðgerðir á vegum Rauða krossins eru nú í gangi og vinna sjálfboðaliðar og starfsfólk hörðum höndum við að hjálpa fólki á svæðinu. Allt kapp er lagt á að bæta aðgengi hreinlætisaðstöðu og hreinu vatni til að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma. Rauði krossinn veitir læknis- og mataraðstoð, húsaskjöl ásamt því að aðstoða fólk að finna týnda fjölskyldumeðlimi. Róbert Þorsteinsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, er á svæðinu og hefur umsjón með fjármálum neyðaraðgerðanna í Malaví. Þar af auki vill svo til aðsendifulltrúarnir Halldór Gíslason og Bjarni Sigurðsson, starfsmennÍslandsbanka sem lánaðir voru Rauða krossinum til að styðja við uppbyggingumalavíska landsfélagsins á sviði upplýsingatækni voru nýlega íMalaví ásamt Guðnýju Nielsen,verkefnastjóra Rauða krossins sem sinnir langtímaþróunarsamstarfi í þremurhéruðum í sunnanverðu landinu.
Á undanförnum árum og áratugum hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað náið með systurfélögum sínum á þessu svæðum bæði í Malaví og Mósambík. Náin tengsl hafa myndast á þessum tíma milli okkar og þessara landsfélaga og segja má að málið standi okkur nærri.
Rauði krossinn á Íslandi er afar þakklátur fyrir allan þann stuðning sem borist hefur frá almenningi. Fjölmargir hafa lagt söfnuninni lið og barst neyðarsöfnuninni meðal annars 500.000 kr. styrkur frá einstaklingi. Deildir Rauða krossins á Íslandi hafa einnig lagt söfnuninni lið með rúmlega 4 milljóna króna framlögum.
Söfnun Rauða krossins til hjálpar fórnarlömbum fellibylsins í sunnanverðri Afríku er í fullum gangi. Þú getur stutt starfið með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS skilaboðin HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 - 12, kt. 530269-2649.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.