Almennar fréttir
Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri\r\nAfríku
22. mars 2019
Þú getur stutt starf Rauða krossins í sunnanverðri Afríku með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900.
Fórnarlömb fellibylsins Idai og ofsaflóða í kjölfar hans í sunnanverðri Afríku telja hundruð þúsunda og meira en 600 eru þegar taldir af. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna nótt sem nýtan dag við það að bjarga lífum. Hafast fjölskyldur sem misst hafa allar eigur sínar nú við í fjöldahjálparstöðvum eða eru á flótta.
Hamfarirnar eru þær mestu sem dunið hafa á sunnaverðri Afríku í áratugi og ná til þriggja landa, Mósambík, Malaví og Zimbabwe. Löndin sem hafa orðið fyrir barðinu eru með þeim fátækustu í heimi. Íbúar á flóðasvæðinu lifa margir hverjir á sjálfsþurftarbúskap og hafa þúsundir glatað lífsviðurværi sínu. Umfang flóðanna sem urðu í kjölfar fellibylsins er gríðarlegt og eru meira en 3.200 ferkílómetrar lands í Mósambík undir vatni. Að flatarmáli jafngildir það því að svæðið frá Reykjanesbæ að Selfossi og frá Þorlákshöfn í Mosfellsbæ væri undir vatni.
Á þessum tímapunkti er þörfin mest fyrir húsaskjól, mat, hreint drykkjarvatn og aðgengi að hreinlætis- og salernisaðstöðu.
Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur þegar sent útkall til allra landsfélaga þar sem óskað er eftir aðstoð. Ljóst er að neyðin er gríðarleg á þessu svæði þar sem fólk er berskjaldað og innviðir veikir.
Rauði krossinn á Íslandi hefur í gegnum árin starfrækt verkefni á þessum svæðum, t.d. með uppbyggingu á heilsugæslu, öruggu aðgengi að drykkjarvatni og aðgengi að hreinlætis- og salernisaðstöðu. Rauði krossinn á Íslandi hefur þegar sent einn sendifulltrúa á svæðið vegna flóðanna og er í viðbragsstöðu að senda fleiri.
Þú getur stutt starf Rauða krossins í sunnanverðri Afríku með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.