Almennar fréttir
Neyðarvarnarmálþing Rauða krossins
07. október 2019
Um helgina var haldið vel heppnað neyðarvarnarmálþing á Heimalandi undir Eyjafjöllum.
Um helgina fór fram neyðarvarnarmálþing Rauða krossins á Heimalandi undir Eyjafjöllum.
Neyðarvarnir eru eitt af mikilvægustu verkefnum Rauða krossins um allt land. Á ári hverju bregðast sjálfboðaliðar við fjölda alvarlegra atburða, svo sem náttúruhamförum, samgönguslysum, húsbrunum og vinnuslysum. Þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða annarra stórslysa fer neyðarvarnarkerfi Rauða krossins í gang.
Um 90 sjálfboðaliðar hvaðanæva af landinu mættu á þingið þar sem áhersla var lögð á fjalla um sálrænan stuðning og stjórnendaþjálfun í neyðarvörnum. Á þinginu hélt Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi erindi um almannavarnir á Suðurlandi, en þar eru ýmsir áhættuþættir t.a.m. vegna eldgosa, flóða og fjölda ferðamanna á þeim slóðum. Þá hélt Kristín Jónsdóttir, hópstjóri jarðvár á Veðurstofunni erindi um náttúruvá.
Verkefni Rauða krossins hafa aukist verulega á síðustu árum og vel þjálfaðir sjálfboðaliðar eru tilbúnir að bregðast við útköllum vegna ýmissa atburða.
Á þessu ári hefur Rauði krossinn sinnt útköllum vegna alls 84 atburða:
- 8 húsbrunar
- 27 voveifleg dauðsföll og slys
- 19 sjálfsvíg, sjálfsvígstilraunir og hungurverkföll
- 4 bílslys
- 9 árásir, innbrot og önnur ólögmæt athæfi
- 4 flugatvik
- 2 flugslys
- 5 sjóslys
- 1 hætta á gróðureldum
- 1 jarðskjálftahrina Norðurlandi
- 2 rútuslys
- 1 gjaldþrot fyrirtækis
- 1 fjöldahjálparstöð vegna veðurs
- Auk fjölmargra æfinga
Stuðningur Mannvina Rauða krossins skiptir sköpum fyrir Neyðarvarnir Rauða krossins og hefur m.a. tryggt að neyðarvarnarkerrur eru nú til staðar í öllum landshlutum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.