Almennar fréttir
Neyðarvarnarmálþing Rauða krossins
07. október 2019
Um helgina var haldið vel heppnað neyðarvarnarmálþing á Heimalandi undir Eyjafjöllum.
Um helgina fór fram neyðarvarnarmálþing Rauða krossins á Heimalandi undir Eyjafjöllum.
Neyðarvarnir eru eitt af mikilvægustu verkefnum Rauða krossins um allt land. Á ári hverju bregðast sjálfboðaliðar við fjölda alvarlegra atburða, svo sem náttúruhamförum, samgönguslysum, húsbrunum og vinnuslysum. Þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða annarra stórslysa fer neyðarvarnarkerfi Rauða krossins í gang.
Um 90 sjálfboðaliðar hvaðanæva af landinu mættu á þingið þar sem áhersla var lögð á fjalla um sálrænan stuðning og stjórnendaþjálfun í neyðarvörnum. Á þinginu hélt Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi erindi um almannavarnir á Suðurlandi, en þar eru ýmsir áhættuþættir t.a.m. vegna eldgosa, flóða og fjölda ferðamanna á þeim slóðum. Þá hélt Kristín Jónsdóttir, hópstjóri jarðvár á Veðurstofunni erindi um náttúruvá.
Verkefni Rauða krossins hafa aukist verulega á síðustu árum og vel þjálfaðir sjálfboðaliðar eru tilbúnir að bregðast við útköllum vegna ýmissa atburða.
Á þessu ári hefur Rauði krossinn sinnt útköllum vegna alls 84 atburða:
- 8 húsbrunar
- 27 voveifleg dauðsföll og slys
- 19 sjálfsvíg, sjálfsvígstilraunir og hungurverkföll
- 4 bílslys
- 9 árásir, innbrot og önnur ólögmæt athæfi
- 4 flugatvik
- 2 flugslys
- 5 sjóslys
- 1 hætta á gróðureldum
- 1 jarðskjálftahrina Norðurlandi
- 2 rútuslys
- 1 gjaldþrot fyrirtækis
- 1 fjöldahjálparstöð vegna veðurs
- Auk fjölmargra æfinga
Stuðningur Mannvina Rauða krossins skiptir sköpum fyrir Neyðarvarnir Rauða krossins og hefur m.a. tryggt að neyðarvarnarkerrur eru nú til staðar í öllum landshlutum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.