Almennar fréttir
Ný Útmeða herferð
01. október 2019
Tían er ný herferð Útmeða. Í raun er um uppfærslu á gömlu Geðorðunum tíu að ræða.
Tían er ný herferð Útmeða, samstarfsverkefni Landssamtakanna Geðhjálp og Rauða krossins.
Tían eru tíu gagnvirk myndbönd sem sýna hvernig oft er hægt er að breyta aðstæðum með góðu hugarfari og hvernig er hægt að hjálpa okkur að stuðla að betri geðheilsu.
Í raun er um uppfærslu á gömlu Geðorðunum tíu að ræða.
Nýju geðorðin eru:
- Elskaðu þig eins og þú ert
- Vertu þinn besti vinur. Láttu þér þykja vænt um þig og berðu þig ekki saman við aðra - Hvíldu símann og gleymdu þér í núinu
- Ekki leyfa símanum að ræna þig augnablikinu. Njóttu lífsins með góðum vinum. - Prófaðu eitthvað nýtt
- Stígðu út fyrir þægindarammann og upplifðu eitthvað nýtt. Lífið er fullt af spennandi tækifærum. - Sofðu nóg, borðaðu fjölbreytt og hreyfðu þig
Farðu vel með þig. Líkamlegt heilbrigði ýtir undir andlega vellíðan. - Lærðu að segja nei
-Þú stjórnar eigin lífi og þarft ekki að þóknast öðrum. Stundum er nei rétta svarið. - Hugsaðu jákvætt og njóttu
- Beindu hugsunum þínum í jákvæða átt. Sýndu þakklæti og njóttu þess sem þú átt. - Eltu drauma þína
- Gefðu draumana ekki upp á bátinn þótt á móti blási. Því meiri þrautseigja, þeim mun sætari sigur. - Vertu traustur vinur
- Vertu til staðar fyrir vini þína þegar þeir ganga í gegnum erfiðleika. Sönn vinátta er ein dýrmætasta gjöf lífsins. - Ekki hræðast mistök, lærðu af reynslunni
- Prófaðu þig áfram og taktu áskorunum. Mistök eru eðlilegur þáttur af lífinu. - Segðu frá og leitaðu hjálpar ef þér líður illa
- Fyrsta skrefið í átt að betri líðan er alltaf að segja frá. Þegar vandamál er fært í orð, er lausnin handan við hornið.
Tjarnargatan og Ueno unnu að herfðinni með ómetanlegum stuðningi frá Joe & the Juice - Ísland.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.