Almennar fréttir
Ný vefsíða lítur dagsins ljós
04. febrúar 2022
Ný vefsíða Rauða krossins leit dagsins ljós um miðjan janúar og er hún stór liður í stafrænni vegferð félagsins.
Þar verður lögð áhersla á Mínar síður þar sem fólk mun geta séð allar helstu upplýsingar um sig, námsskeiðskráningar, skírteini og fleira. Markmið síðunnar er að einfalda aðgengi að upplýsingum fyrir notendur, sjálfboðaliða, námskeiðsþátttakendur, Mannvini, leiðbeinendum og öðrum sem vilja leggja Rauða krossinum lið. Síðan var unnin með Vettvangi og um leið og við þökkum fyrir gróskumikið og gott samstarf hlökkum við til áframhaldandi umbóta og samstarfs.

Hans Júlíus, markaðsstjóri Vettvangs, færði Rauða krossinum gjöf í tilefni opnun heimasíðunnar. Nadía Ýr markaðsfulltrúi veitti henni móttökur fyrir hönd Rauða krossins. Við þökkum Vettvangi kærlega fyrir gjöfina og hlökkum við til náins samstarfs í framtíðinni.
Við erum stolt af nýju vefsíðunni okkar og vonum að þið njótið þess að vafra um króka hennar og kima.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.