Almennar fréttir
Ný vefsíða lítur dagsins ljós
04. febrúar 2022
Ný vefsíða Rauða krossins leit dagsins ljós um miðjan janúar og er hún stór liður í stafrænni vegferð félagsins.
Þar verður lögð áhersla á Mínar síður þar sem fólk mun geta séð allar helstu upplýsingar um sig, námsskeiðskráningar, skírteini og fleira. Markmið síðunnar er að einfalda aðgengi að upplýsingum fyrir notendur, sjálfboðaliða, námskeiðsþátttakendur, Mannvini, leiðbeinendum og öðrum sem vilja leggja Rauða krossinum lið. Síðan var unnin með Vettvangi og um leið og við þökkum fyrir gróskumikið og gott samstarf hlökkum við til áframhaldandi umbóta og samstarfs.

Hans Júlíus, markaðsstjóri Vettvangs, færði Rauða krossinum gjöf í tilefni opnun heimasíðunnar. Nadía Ýr markaðsfulltrúi veitti henni móttökur fyrir hönd Rauða krossins. Við þökkum Vettvangi kærlega fyrir gjöfina og hlökkum við til náins samstarfs í framtíðinni.
Við erum stolt af nýju vefsíðunni okkar og vonum að þið njótið þess að vafra um króka hennar og kima.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.