Almennar fréttir
Nýr vefur fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
02. febrúar 2024
Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað nýja vefsíðu sem er ætlað að bæta upplýsingamiðlun til umsækjenda um alþjóðlega vernd. Síðan er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Rauði krossinn opnaði í dag nýja vefsíðu sem er ætluð umsækjendum um alþjóðlega vernd, en markmiðið er að svara þörfum hópsins og auðvelda honum aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem honum stendur til boða á Íslandi.
Að baki síðunni er langt ferli upplýsingaöflunar og hún varð að veruleika með stuðningi frá Digital Studio Aranja. Vonast er til að síðan auki skilvirkni upplýsingamiðlunar til umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Á síðunni má finna upplýsingar um starf Rauða krossins fyrir umsækjendur, ásamt upplýsingum um allar helstu síður annarra félagasamtaka og opinberra aðila sem bjóða hópnum þjónustu. Vefsíðan er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Síðuna má finna hér og þar sem hún er ætluð fjölbreyttum hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd er hún á ensku, spænsku, úkraínsku og arabísku.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.