Almennar fréttir
Nýr vefur fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
02. febrúar 2024
Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað nýja vefsíðu sem er ætlað að bæta upplýsingamiðlun til umsækjenda um alþjóðlega vernd. Síðan er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Rauði krossinn opnaði í dag nýja vefsíðu sem er ætluð umsækjendum um alþjóðlega vernd, en markmiðið er að svara þörfum hópsins og auðvelda honum aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem honum stendur til boða á Íslandi.
Að baki síðunni er langt ferli upplýsingaöflunar og hún varð að veruleika með stuðningi frá Digital Studio Aranja. Vonast er til að síðan auki skilvirkni upplýsingamiðlunar til umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Á síðunni má finna upplýsingar um starf Rauða krossins fyrir umsækjendur, ásamt upplýsingum um allar helstu síður annarra félagasamtaka og opinberra aðila sem bjóða hópnum þjónustu. Vefsíðan er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Síðuna má finna hér og þar sem hún er ætluð fjölbreyttum hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd er hún á ensku, spænsku, úkraínsku og arabísku.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.