Almennar fréttir
Nýr vefur fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
02. febrúar 2024
Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað nýja vefsíðu sem er ætlað að bæta upplýsingamiðlun til umsækjenda um alþjóðlega vernd. Síðan er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Rauði krossinn opnaði í dag nýja vefsíðu sem er ætluð umsækjendum um alþjóðlega vernd, en markmiðið er að svara þörfum hópsins og auðvelda honum aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem honum stendur til boða á Íslandi.
Að baki síðunni er langt ferli upplýsingaöflunar og hún varð að veruleika með stuðningi frá Digital Studio Aranja. Vonast er til að síðan auki skilvirkni upplýsingamiðlunar til umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Á síðunni má finna upplýsingar um starf Rauða krossins fyrir umsækjendur, ásamt upplýsingum um allar helstu síður annarra félagasamtaka og opinberra aðila sem bjóða hópnum þjónustu. Vefsíðan er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Síðuna má finna hér og þar sem hún er ætluð fjölbreyttum hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd er hún á ensku, spænsku, úkraínsku og arabísku.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.