Almennar fréttir
Oddur Freyr nýr fjölmiðlafulltrúi Rauða krossins
08. nóvember 2022
Oddur Freyr Þorsteinsson hefur tekið við starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða krossins á Íslandi.
Oddur Freyr Þorsteinsson hefur tekið við starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Hann tekur við af Brynhildi Bolladóttur, sem gegndi starfi upplýsingafulltrúa frá árinu 2017 en hætti störfum í ágúst, þegar Oddur tók við. Hinn breytti starfstitill endurspeglar áherslubreytingar í starfinu.
Oddur er 35 ára og hefur starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu frá árinu 2017, en þar áður vann hann hjá RÚV. Hann er menntaður í sagnfræði og blaða- og fréttamennsku.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.