Almennar fréttir
Óskað eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Rauða krossins á Íslandi
09. janúar 2024
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 4. maí 2024 ber að kjósa stjórnarfólk. Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér eftirfarandi hlutverk.

Kjörnefnd Rauða krossins á Íslandi hefur nú tekið til starfa skv. 7. gr. laga Rauða krossins á Íslandi frá 21. maí 2022 og verklagsreglum kjörnefndar. Þetta tilkynnist hér með deildum félagsins, félögum og sjálfboðaliðum sem áhuga kunna að hafa.
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 4. maí 2024 ber að kjósa stjórnarfólk sem hér segir:
- Varaformaður til fjögurra ára
- Fimm stjórnarmenn til fjögurra ára
- Einn stjórnarmaður til tveggja ára
- Tveir varamenn til tveggja ára
Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk.
Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri við kjörnefndarfólk, sjá að neðan eða skriflega til Landsskrifstofu á netfangið kristjana(hjá)redcross.is eða í pósti merkt:
Rauði krossinn á Íslandi – kjörnefnd
Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til miðnættis sunnudaginn 4. febrúar 2024.
Kjörnefndin er þannig skipuð:
- Hrund Snorradóttir, formaður, Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu: hrundsnorra(hjá)hotmail.com
- Gunnar Frímannsson, Rauða krossinum við Eyjafjörð: frimanns(hjá)gmail.com
- Guðrún Vala Elísdóttir, Rauða krossinum á Vesturlandi: vala(hjá)simenntun.is
- Helga Gísladóttir, Rauða krossinum í Barðastrandasýslu: hgisla(hjá)icloud.is
Varamenn:
- Sveinbjörn Finnsson, Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu: sveinbjorn(hjá)gmail.com
- Solveig Friðriksdóttir, Rauða krossinum í Fjarðarbyggð: sollashape(hjá)gmail.com
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.