Almennar fréttir
Óskað eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Rauða krossins á Íslandi
09. janúar 2024
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 4. maí 2024 ber að kjósa stjórnarfólk. Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér eftirfarandi hlutverk.
Kjörnefnd Rauða krossins á Íslandi hefur nú tekið til starfa skv. 7. gr. laga Rauða krossins á Íslandi frá 21. maí 2022 og verklagsreglum kjörnefndar. Þetta tilkynnist hér með deildum félagsins, félögum og sjálfboðaliðum sem áhuga kunna að hafa.
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 4. maí 2024 ber að kjósa stjórnarfólk sem hér segir:
- Varaformaður til fjögurra ára
- Fimm stjórnarmenn til fjögurra ára
- Einn stjórnarmaður til tveggja ára
- Tveir varamenn til tveggja ára
Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk.
Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri við kjörnefndarfólk, sjá að neðan eða skriflega til Landsskrifstofu á netfangið kristjana(hjá)redcross.is eða í pósti merkt:
Rauði krossinn á Íslandi – kjörnefnd
Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til miðnættis sunnudaginn 4. febrúar 2024.
Kjörnefndin er þannig skipuð:
- Hrund Snorradóttir, formaður, Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu: hrundsnorra(hjá)hotmail.com
- Gunnar Frímannsson, Rauða krossinum við Eyjafjörð: frimanns(hjá)gmail.com
- Guðrún Vala Elísdóttir, Rauða krossinum á Vesturlandi: vala(hjá)simenntun.is
- Helga Gísladóttir, Rauða krossinum í Barðastrandasýslu: hgisla(hjá)icloud.is
Varamenn:
- Sveinbjörn Finnsson, Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu: sveinbjorn(hjá)gmail.com
- Solveig Friðriksdóttir, Rauða krossinum í Fjarðarbyggð: sollashape(hjá)gmail.com
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.