Almennar fréttir
Óskað eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Rauða krossins á Íslandi
09. janúar 2024
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 4. maí 2024 ber að kjósa stjórnarfólk. Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér eftirfarandi hlutverk.

Kjörnefnd Rauða krossins á Íslandi hefur nú tekið til starfa skv. 7. gr. laga Rauða krossins á Íslandi frá 21. maí 2022 og verklagsreglum kjörnefndar. Þetta tilkynnist hér með deildum félagsins, félögum og sjálfboðaliðum sem áhuga kunna að hafa.
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 4. maí 2024 ber að kjósa stjórnarfólk sem hér segir:
- Varaformaður til fjögurra ára
- Fimm stjórnarmenn til fjögurra ára
- Einn stjórnarmaður til tveggja ára
- Tveir varamenn til tveggja ára
Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk.
Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri við kjörnefndarfólk, sjá að neðan eða skriflega til Landsskrifstofu á netfangið kristjana(hjá)redcross.is eða í pósti merkt:
Rauði krossinn á Íslandi – kjörnefnd
Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til miðnættis sunnudaginn 4. febrúar 2024.
Kjörnefndin er þannig skipuð:
- Hrund Snorradóttir, formaður, Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu: hrundsnorra(hjá)hotmail.com
- Gunnar Frímannsson, Rauða krossinum við Eyjafjörð: frimanns(hjá)gmail.com
- Guðrún Vala Elísdóttir, Rauða krossinum á Vesturlandi: vala(hjá)simenntun.is
- Helga Gísladóttir, Rauða krossinum í Barðastrandasýslu: hgisla(hjá)icloud.is
Varamenn:
- Sveinbjörn Finnsson, Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu: sveinbjorn(hjá)gmail.com
- Solveig Friðriksdóttir, Rauða krossinum í Fjarðarbyggð: sollashape(hjá)gmail.com
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.