Almennar fréttir
Palestínskur sérfræðingur í sálrænum stuðningi í heimsókn á Íslandi
19. mars 2019
Í síðustu viku kom Dr. Fathy Flefel, sálfræðingur og verkefnastjóri sálfræðiseturs hjá Palestínska hálfmánanum, í heimsókn í Rauða krossinn á Íslandi.
Í síðustu viku kom Dr. Fathy Flefel, sálfræðingur og verkefnastjóri sálfræðiseturs hjá Palestínska hálfmánanum, í heimsókn í Rauða krossinn á Íslandi. Sálfræðisetrið sinnir sálrænum stuðningi við fólk sem býr við langvarandi pólitísk átök í Palestínu og starfar Dr. Fathy sem alþjóðlegur leiðbeinandi Rauða krossins í sálfélagslegum stuðningi í kjölfar hamfara. Einnig hefur hann sinnt sérfræðilegri ráðgjöf fyrir Alþjóða Rauða krossinn og Rauða hálfmánann.
Í heimsókn sinni vann Dr. Fathy að þarfagreiningu um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Var sérstök áhersla lögð á þau úrræði sem í boði eru, bæði hjá Rauða krossinum og öðrum þjónustuveitendum með það að markmiði að finna leiðir til að stuðla að bættri líðan umsækjenda um alþjóðlega vernd og árangurríkari aðlögun flóttafólks. Sálfélagslegur stuðningur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu skipa þar stóran sess og var því skoðuð sérstaklega. Dr. Fathy mun koma aftur í júní nk. til að sinna þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða sem þjónusta þessa hópa og mun sú þjálfun byggja á niðurstöðum þessarar fyrstu heimsóknar.
Dr. Fathy var í afar áhugaverðu viðtali við Morgunblaðið sem birtist í byrjun vikunnar. Þar ræðir hann aðbúnað umsækjenda um alþjóðlega vernd hérlendis og erlendis og ástandið í Palestínu. Hægt er að nálgast viðtalið hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.