Almennar fréttir
Palestínskur sérfræðingur í sálrænum stuðningi í heimsókn á Íslandi
19. mars 2019
Í síðustu viku kom Dr. Fathy Flefel, sálfræðingur og verkefnastjóri sálfræðiseturs hjá Palestínska hálfmánanum, í heimsókn í Rauða krossinn á Íslandi.
Í síðustu viku kom Dr. Fathy Flefel, sálfræðingur og verkefnastjóri sálfræðiseturs hjá Palestínska hálfmánanum, í heimsókn í Rauða krossinn á Íslandi. Sálfræðisetrið sinnir sálrænum stuðningi við fólk sem býr við langvarandi pólitísk átök í Palestínu og starfar Dr. Fathy sem alþjóðlegur leiðbeinandi Rauða krossins í sálfélagslegum stuðningi í kjölfar hamfara. Einnig hefur hann sinnt sérfræðilegri ráðgjöf fyrir Alþjóða Rauða krossinn og Rauða hálfmánann.
Í heimsókn sinni vann Dr. Fathy að þarfagreiningu um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Var sérstök áhersla lögð á þau úrræði sem í boði eru, bæði hjá Rauða krossinum og öðrum þjónustuveitendum með það að markmiði að finna leiðir til að stuðla að bættri líðan umsækjenda um alþjóðlega vernd og árangurríkari aðlögun flóttafólks. Sálfélagslegur stuðningur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu skipa þar stóran sess og var því skoðuð sérstaklega. Dr. Fathy mun koma aftur í júní nk. til að sinna þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða sem þjónusta þessa hópa og mun sú þjálfun byggja á niðurstöðum þessarar fyrstu heimsóknar.
Dr. Fathy var í afar áhugaverðu viðtali við Morgunblaðið sem birtist í byrjun vikunnar. Þar ræðir hann aðbúnað umsækjenda um alþjóðlega vernd hérlendis og erlendis og ástandið í Palestínu. Hægt er að nálgast viðtalið hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Snorrason, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.