Almennar fréttir
Palestínskur sérfræðingur í sálrænum stuðningi í heimsókn á Íslandi
19. mars 2019
Í síðustu viku kom Dr. Fathy Flefel, sálfræðingur og verkefnastjóri sálfræðiseturs hjá Palestínska hálfmánanum, í heimsókn í Rauða krossinn á Íslandi.
Í síðustu viku kom Dr. Fathy Flefel, sálfræðingur og verkefnastjóri sálfræðiseturs hjá Palestínska hálfmánanum, í heimsókn í Rauða krossinn á Íslandi. Sálfræðisetrið sinnir sálrænum stuðningi við fólk sem býr við langvarandi pólitísk átök í Palestínu og starfar Dr. Fathy sem alþjóðlegur leiðbeinandi Rauða krossins í sálfélagslegum stuðningi í kjölfar hamfara. Einnig hefur hann sinnt sérfræðilegri ráðgjöf fyrir Alþjóða Rauða krossinn og Rauða hálfmánann.
Í heimsókn sinni vann Dr. Fathy að þarfagreiningu um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Var sérstök áhersla lögð á þau úrræði sem í boði eru, bæði hjá Rauða krossinum og öðrum þjónustuveitendum með það að markmiði að finna leiðir til að stuðla að bættri líðan umsækjenda um alþjóðlega vernd og árangurríkari aðlögun flóttafólks. Sálfélagslegur stuðningur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu skipa þar stóran sess og var því skoðuð sérstaklega. Dr. Fathy mun koma aftur í júní nk. til að sinna þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða sem þjónusta þessa hópa og mun sú þjálfun byggja á niðurstöðum þessarar fyrstu heimsóknar.
Dr. Fathy var í afar áhugaverðu viðtali við Morgunblaðið sem birtist í byrjun vikunnar. Þar ræðir hann aðbúnað umsækjenda um alþjóðlega vernd hérlendis og erlendis og ástandið í Palestínu. Hægt er að nálgast viðtalið hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.