Almennar fréttir
Palestínskur sérfræðingur í sálrænum stuðningi í heimsókn á Íslandi
19. mars 2019
Í síðustu viku kom Dr. Fathy Flefel, sálfræðingur og verkefnastjóri sálfræðiseturs hjá Palestínska hálfmánanum, í heimsókn í Rauða krossinn á Íslandi.
Í síðustu viku kom Dr. Fathy Flefel, sálfræðingur og verkefnastjóri sálfræðiseturs hjá Palestínska hálfmánanum, í heimsókn í Rauða krossinn á Íslandi. Sálfræðisetrið sinnir sálrænum stuðningi við fólk sem býr við langvarandi pólitísk átök í Palestínu og starfar Dr. Fathy sem alþjóðlegur leiðbeinandi Rauða krossins í sálfélagslegum stuðningi í kjölfar hamfara. Einnig hefur hann sinnt sérfræðilegri ráðgjöf fyrir Alþjóða Rauða krossinn og Rauða hálfmánann.
Í heimsókn sinni vann Dr. Fathy að þarfagreiningu um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Var sérstök áhersla lögð á þau úrræði sem í boði eru, bæði hjá Rauða krossinum og öðrum þjónustuveitendum með það að markmiði að finna leiðir til að stuðla að bættri líðan umsækjenda um alþjóðlega vernd og árangurríkari aðlögun flóttafólks. Sálfélagslegur stuðningur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu skipa þar stóran sess og var því skoðuð sérstaklega. Dr. Fathy mun koma aftur í júní nk. til að sinna þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða sem þjónusta þessa hópa og mun sú þjálfun byggja á niðurstöðum þessarar fyrstu heimsóknar.
Dr. Fathy var í afar áhugaverðu viðtali við Morgunblaðið sem birtist í byrjun vikunnar. Þar ræðir hann aðbúnað umsækjenda um alþjóðlega vernd hérlendis og erlendis og ástandið í Palestínu. Hægt er að nálgast viðtalið hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.