Almennar fréttir
Palestínskur sérfræðingur í sálrænum stuðningi í heimsókn á Íslandi
19. mars 2019
Í síðustu viku kom Dr. Fathy Flefel, sálfræðingur og verkefnastjóri sálfræðiseturs hjá Palestínska hálfmánanum, í heimsókn í Rauða krossinn á Íslandi.
Í síðustu viku kom Dr. Fathy Flefel, sálfræðingur og verkefnastjóri sálfræðiseturs hjá Palestínska hálfmánanum, í heimsókn í Rauða krossinn á Íslandi. Sálfræðisetrið sinnir sálrænum stuðningi við fólk sem býr við langvarandi pólitísk átök í Palestínu og starfar Dr. Fathy sem alþjóðlegur leiðbeinandi Rauða krossins í sálfélagslegum stuðningi í kjölfar hamfara. Einnig hefur hann sinnt sérfræðilegri ráðgjöf fyrir Alþjóða Rauða krossinn og Rauða hálfmánann.
Í heimsókn sinni vann Dr. Fathy að þarfagreiningu um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Var sérstök áhersla lögð á þau úrræði sem í boði eru, bæði hjá Rauða krossinum og öðrum þjónustuveitendum með það að markmiði að finna leiðir til að stuðla að bættri líðan umsækjenda um alþjóðlega vernd og árangurríkari aðlögun flóttafólks. Sálfélagslegur stuðningur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu skipa þar stóran sess og var því skoðuð sérstaklega. Dr. Fathy mun koma aftur í júní nk. til að sinna þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða sem þjónusta þessa hópa og mun sú þjálfun byggja á niðurstöðum þessarar fyrstu heimsóknar.
Dr. Fathy var í afar áhugaverðu viðtali við Morgunblaðið sem birtist í byrjun vikunnar. Þar ræðir hann aðbúnað umsækjenda um alþjóðlega vernd hérlendis og erlendis og ástandið í Palestínu. Hægt er að nálgast viðtalið hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.