Almennar fréttir
Prjónar reglulega fyrir Frú Ragnheiði
09. ágúst 2019
Hjónin Elínborg Tryggvadóttir og Finnbogi Gunnarsson hafa frá árinu 2016 fært Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins í Reykjavík prjónaða trefla.
Hjónin Elínborg Tryggvadóttir og Finnbogi Gunnarsson hafa frá árinu 2016 fært Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins í Reykjavík prjónaða trefla.
Elínborg sér um að prjóna og Finnbogi er henni innan handa.
Elínborg og Finnbogi eru búsett í Vestmannaeyjum en komu í Rauða krossinn í Reykjavík í vikunni og færðu Frú Ragnheiði 10 trefla. Í heildina hafa þau gefið yfir 30 trefla til Frú Ragnheiðar.
Treflunum er úthlutað til skjólstæðinga Frú Ragnheiðar og koma sér afar vel, sérstaklega þegar kólna tekur.
Rauði krossinn þakkar Elínborgu og Finnboga kærlega fyrir þetta hugulsama framlag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.
Jólamerkimiðar Rauða krossins komnir út
Almennar fréttir 27. nóvember 2025Verkefni Rauða krossins á Íslandi í heila öld eru þemað á fallegum myndum sem prýða jólamerkimiða félagsins í ár. Miðunum hefur þegar verið dreift inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá verður hægt að nálgast víða um landið á næstu dögum.
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.