Almennar fréttir
Prjónar reglulega fyrir Frú Ragnheiði
09. ágúst 2019
Hjónin Elínborg Tryggvadóttir og Finnbogi Gunnarsson hafa frá árinu 2016 fært Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins í Reykjavík prjónaða trefla.
Hjónin Elínborg Tryggvadóttir og Finnbogi Gunnarsson hafa frá árinu 2016 fært Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins í Reykjavík prjónaða trefla.
Elínborg sér um að prjóna og Finnbogi er henni innan handa.
Elínborg og Finnbogi eru búsett í Vestmannaeyjum en komu í Rauða krossinn í Reykjavík í vikunni og færðu Frú Ragnheiði 10 trefla. Í heildina hafa þau gefið yfir 30 trefla til Frú Ragnheiðar.
Treflunum er úthlutað til skjólstæðinga Frú Ragnheiðar og koma sér afar vel, sérstaklega þegar kólna tekur.
Rauði krossinn þakkar Elínborgu og Finnboga kærlega fyrir þetta hugulsama framlag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.