Almennar fréttir
Ragna Árnadóttir kjörin í stjórn IFRC
19. júní 2022
Rauði krossinn á Íslandi hlaut í dag kjör til stjórnar Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC Governing Board) á aðalfundi IFRC sem haldinn er í Genf. Ragna Árnadóttir er fulltrúi Rauða krossins á Íslandi og er sjálfboðaliði í stjórninni næstu fjögur ár.
IFRC er samband allra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans um heim allan, alls 192 félög. Í stjórninni sitja forseti, fimm varaforsetar og fulltrúar frá 20 landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans um heim allan.
Ragna er skrifstofustjóri Alþingis, var áður aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og dómsmálaráðherra. Hún hefur verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum á Íslandi um árabil og var varaformaður stjórnar félagsins frá 2012-2020.
Rauði krossinn á Íslandi hefur ein sinni áður átt fulltrúa í stjórn IFRC, en Guðjón Magnússon læknir sat í stjórninni á árunum 1989-1993.
Hlutverk stjórnarinnar er m.a. að vera ráðgefandi milli aðalfunda IFRC, ráða framkvæmdastjóra IFRC og sjá til þess að ákvörðunum aðalfundar sé framfylgt. Með kjörinu hefur Rauði krossinn á Íslandi tækifæri til að móta stefnu IFRC til framtíðar og tryggja eftirfylgni við markmið alþjóðahreyfingarinnar um mannúð og óhlutdrægni um allan heim.
Á myndinni eru þær Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi, Ragna Árnadóttir og Kristín S. Hjálmtýsdóttir eftir kjörið í dag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.