Almennar fréttir
Rán Flygenring teiknar veggspjöld fyrir Rauða krossinn
11. apríl 2022
Myndhöfundurinn Rán Flygenring teiknaði veggspjöld um sálræna skyndihjálp og hvernig sé best að tryggja öryggi sitt á flótta.

Rán Flygenring, myndhöfundur
Nú þegar eru tilbúin veggspjöld á sex tungumálum og verður þeim dreift m.a. um Evrópu þar sem fólk sem hefur flúið Úkraínu dvelur. Veggspjöldin minna á atriði sem hjálpa fólki að takast á við erfiðar aðstæður, bæði þeim sem lúta að andlegri og líkamlegri heilsu sem og grundvallaröryggisatriði svo sem að gæta þess að verða ekki viðskila við fjölskyldu sína eða hóp, treysta ekki hverjum sem er, leita áreiðanlegra upplýsinga og halda sambandi við ástvini. Á hverju veggspjaldi er síðan QR-kóði með þeirri heimasíðu hvers lands sem geymir bestu upplýsingar um stuðning, réttindi og þjónustu sem flóttafólki er veitt í viðkomandi landi.
„Verkefnið kom til mín með engum fyrirvara og þurfti að vinnast hratt, eðli málsins samkvæmt. Ég nánast henti öllu til hliðar til að geta brugðist sem fyrst og best við enda ekki á hverjum degi sem maður fær verkefni af þessari neyðargráðu. Sökum þess álags sem mæðir á starfsmönnum Rauða krossins á landamærum Úkraínu þurfti ég að fylla í óvenju margar eyður við gerð veggspjaldsins en það var ótrúlegt hvað þetta náði að slípast og mótast á stuttum tíma. Það er greinilegt að þau sem komu að verkinu eru vön faglegum og hröðum vinnubrögðum. Þetta þarf líka að vera svo skýrt og aðgengilegt efni, ekki mikið pláss fyrir mistök eða bull. Ég er bara afskaplega glöð að geta lagt eitthvað af mörkum.“ segir Rán.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.