Almennar fréttir
Rán Flygenring teiknar veggspjöld fyrir Rauða krossinn
11. apríl 2022
Myndhöfundurinn Rán Flygenring teiknaði veggspjöld um sálræna skyndihjálp og hvernig sé best að tryggja öryggi sitt á flótta.

Rán Flygenring, myndhöfundur
Nú þegar eru tilbúin veggspjöld á sex tungumálum og verður þeim dreift m.a. um Evrópu þar sem fólk sem hefur flúið Úkraínu dvelur. Veggspjöldin minna á atriði sem hjálpa fólki að takast á við erfiðar aðstæður, bæði þeim sem lúta að andlegri og líkamlegri heilsu sem og grundvallaröryggisatriði svo sem að gæta þess að verða ekki viðskila við fjölskyldu sína eða hóp, treysta ekki hverjum sem er, leita áreiðanlegra upplýsinga og halda sambandi við ástvini. Á hverju veggspjaldi er síðan QR-kóði með þeirri heimasíðu hvers lands sem geymir bestu upplýsingar um stuðning, réttindi og þjónustu sem flóttafólki er veitt í viðkomandi landi.
„Verkefnið kom til mín með engum fyrirvara og þurfti að vinnast hratt, eðli málsins samkvæmt. Ég nánast henti öllu til hliðar til að geta brugðist sem fyrst og best við enda ekki á hverjum degi sem maður fær verkefni af þessari neyðargráðu. Sökum þess álags sem mæðir á starfsmönnum Rauða krossins á landamærum Úkraínu þurfti ég að fylla í óvenju margar eyður við gerð veggspjaldsins en það var ótrúlegt hvað þetta náði að slípast og mótast á stuttum tíma. Það er greinilegt að þau sem komu að verkinu eru vön faglegum og hröðum vinnubrögðum. Þetta þarf líka að vera svo skýrt og aðgengilegt efni, ekki mikið pláss fyrir mistök eða bull. Ég er bara afskaplega glöð að geta lagt eitthvað af mörkum.“ segir Rán.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.