Almennar fréttir
Rauðakrossbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar
13. maí 2020
Sjá opnunartíma verslana Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Nú er opnunartími verslana Rauða krossins um allt land að færast aftur í eðlilegt horf.
Verslanirnar eru stútfullar af flottum fatnaði, skóm og glingri á hagstæðu verði.
Opnunartími verslana á höfuðborgarsvæðinu:
- Laugarvegur 12: opið mánudaga til laugardaga kl. 12-16
- Skólavörðustígur 12: opið mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
- Laugavegur 116 (Hlemmur): opið mánudag til laugardaga kl. 12-16
- Mjódd: opið þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 12-16
- Kringlan: opið mánudaga-laugardaga kl. 12-17, sunnudaga kl. 13-17
Reglulega er bætt inn á netverslun Rauða kross búðanna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.