Almennar fréttir
Rauði krossinn á Íslandi fagnar samningi stjórnvalda við Alþjóðaráðið
29. febrúar 2024
Rauði krossinn á Íslandi lýsir yfir mikilli ánægju með nýjan samstarfssamning íslenskra stjórnvalda við Alþjóðaráð Rauða krossins.

Á miðvikudag undirrituðu íslensk stjórnvöld nýjan samstarfssamning um stuðning Íslands við Alþjóðaráð Rauða krossins til þriggja ára. Framlög íslenskra stjórnvalda munu nema 30 milljónum króna á ári til ársins 2026. Stuðningur alþjóðaráðsins snýr ekki síst að lagalegri vernd og aðstoð við fórnarlömb vopnaðra átaka á grundvelli mannúðarlaga. Þetta kom fram á vef Stjórnarráðsins.
„Þessi nýi samningur við Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) er kærkomin viðbót við það farsæla samstarf sem landsfélagið hér á Íslandi hefur átt við stjórnvöld til margra ára og við fögnum því að stjórnvöld setji aukinn kraft í mannúðaraðstoð á þennan hátt,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
„Alla jafna sinna landsfélög starfi Rauða krossins í hverju landi fyrir sig, en Alþjóðaráð Rauða krossins er sá hluti alþjóðahreyfingarinnar sem sinnir störfum á stríðshrjáðum svæðum,“ útskýrir Kristín. „Það er sannarlega full þörf á að styrkja þeirra erfiða og gríðarlega mikilvæga starf, en því miður eru litlar líkur á að verkefni þeirra verði færri eða umfangsminni á næstu árum.“
Öflugt samstarf stjórnvalda og Rauða krossins
Auk samningsins sem undirritaður var á miðvikudag eiga íslensk stjórnvöld í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu og styðja verkefni Alþjóðaráðsins og Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (regnhlífarsamtök landsfélaga um allan heim) í gegnum rammasamninga við Rauða krossinn á Íslandi.
Í lok janúar var einnig tilkynnt um 25 milljón króna viðbótarframlag til Rauða krossins á Íslandi vegna viðbragða Alþjóðaráðsins við neyðarástandinu sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.