Almennar fréttir
Rauði krossinn fjölgar farsóttarhúsum vegna álags
26. júlí 2021
Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana. Sóttkvíarhótelum hefur verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú en á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.
Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana en samhliða fjölgandi COVID smitum og auknum straumi ferðafólks til landsins hefur álag á farsóttarhús og sóttkvíarhótel aukist til muna. Að undanförnu hefur sóttkvíarhótelum því verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú. Á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.
Vegna aukins álags mun Rauði krossinn þurfa að fjölga starfsfólki í farsóttarhúsum og er opið fyrir umsóknir um tímabundin störf hjá félaginu á Alfreð .
Sem fyrr tekur Rauði krossinn hlutverk sitt í almanna- og neyðarvörnum landsins afar alvarlega og þakkar stjórnvöldum traustið sem útvistun umsjónar sóttvarnar- og farsóttarhúsa á landinu til félagsins sýnir glöggt.
Þá eiga Mannvinir Rauða krossins skilið miklar þakkir en mánaðarlegur stuðningur þeirra gerir Rauða krossinum kleift að bregðast við hratt og örugglega, hvenær sem þörf er á. Ef þú vilt gerast Mannvinur, og þannig styðja neyðarvarnir og önnur verkefni Rauða krossins, þá er einfalt að gera það á mannvinir.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.