Almennar fréttir
Rauði krossinn fjölgar farsóttarhúsum vegna álags
26. júlí 2021
Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana. Sóttkvíarhótelum hefur verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú en á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.
Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana en samhliða fjölgandi COVID smitum og auknum straumi ferðafólks til landsins hefur álag á farsóttarhús og sóttkvíarhótel aukist til muna. Að undanförnu hefur sóttkvíarhótelum því verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú. Á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.
Vegna aukins álags mun Rauði krossinn þurfa að fjölga starfsfólki í farsóttarhúsum og er opið fyrir umsóknir um tímabundin störf hjá félaginu á Alfreð .
Sem fyrr tekur Rauði krossinn hlutverk sitt í almanna- og neyðarvörnum landsins afar alvarlega og þakkar stjórnvöldum traustið sem útvistun umsjónar sóttvarnar- og farsóttarhúsa á landinu til félagsins sýnir glöggt.
Þá eiga Mannvinir Rauða krossins skilið miklar þakkir en mánaðarlegur stuðningur þeirra gerir Rauða krossinum kleift að bregðast við hratt og örugglega, hvenær sem þörf er á. Ef þú vilt gerast Mannvinur, og þannig styðja neyðarvarnir og önnur verkefni Rauða krossins, þá er einfalt að gera það á mannvinir.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.