Almennar fréttir
Rauði krossinn fjölgar farsóttarhúsum vegna álags
26. júlí 2021
Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana. Sóttkvíarhótelum hefur verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú en á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.
Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana en samhliða fjölgandi COVID smitum og auknum straumi ferðafólks til landsins hefur álag á farsóttarhús og sóttkvíarhótel aukist til muna. Að undanförnu hefur sóttkvíarhótelum því verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú. Á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.
Vegna aukins álags mun Rauði krossinn þurfa að fjölga starfsfólki í farsóttarhúsum og er opið fyrir umsóknir um tímabundin störf hjá félaginu á Alfreð .
Sem fyrr tekur Rauði krossinn hlutverk sitt í almanna- og neyðarvörnum landsins afar alvarlega og þakkar stjórnvöldum traustið sem útvistun umsjónar sóttvarnar- og farsóttarhúsa á landinu til félagsins sýnir glöggt.
Þá eiga Mannvinir Rauða krossins skilið miklar þakkir en mánaðarlegur stuðningur þeirra gerir Rauða krossinum kleift að bregðast við hratt og örugglega, hvenær sem þörf er á. Ef þú vilt gerast Mannvinur, og þannig styðja neyðarvarnir og önnur verkefni Rauða krossins, þá er einfalt að gera það á mannvinir.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.