Almennar fréttir
Rauði krossinn fjölgar farsóttarhúsum vegna álags
26. júlí 2021
Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana. Sóttkvíarhótelum hefur verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú en á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.
Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana en samhliða fjölgandi COVID smitum og auknum straumi ferðafólks til landsins hefur álag á farsóttarhús og sóttkvíarhótel aukist til muna. Að undanförnu hefur sóttkvíarhótelum því verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú. Á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.
Vegna aukins álags mun Rauði krossinn þurfa að fjölga starfsfólki í farsóttarhúsum og er opið fyrir umsóknir um tímabundin störf hjá félaginu á Alfreð .
Sem fyrr tekur Rauði krossinn hlutverk sitt í almanna- og neyðarvörnum landsins afar alvarlega og þakkar stjórnvöldum traustið sem útvistun umsjónar sóttvarnar- og farsóttarhúsa á landinu til félagsins sýnir glöggt.
Þá eiga Mannvinir Rauða krossins skilið miklar þakkir en mánaðarlegur stuðningur þeirra gerir Rauða krossinum kleift að bregðast við hratt og örugglega, hvenær sem þörf er á. Ef þú vilt gerast Mannvinur, og þannig styðja neyðarvarnir og önnur verkefni Rauða krossins, þá er einfalt að gera það á mannvinir.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.