Almennar fréttir
Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands saman að teikniborðinu
09. apríl 2021
Fulltrúar Rauða krossins (RKÍ) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) leita nú í sameiningu leiða til að uppfylla nýja reglugerð um sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Snýr sú vinna einkum að því að tryggja gestum sóttkvíarhótela útivist án þess að skerða sóttvarnir.
Fulltrúar Rauða krossins (RKÍ) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) leita nú í sameiningu leiða til að uppfylla nýja reglugerð um sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Snýr sú vinna einkum að því að tryggja gestum sóttkvíarhótela útivist, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, án þess að skerða sóttvarnir. Þetta kallar á verulega breytt verklag og aukinn mannafla. Lagt er kapp á að vinna þetta hratt og vel og má vænta frekari frétta á næstu 24-48 klukkustundum.
Meðan á þessari vinnu stendur er því miður ekki mögulegt að tryggja gestum tækifæri til útivistar þar sem slíkt myndi koma niður á sóttvarnarráðstöfunum og þar með ógna öryggi gesta sóttkvíarhússins í Þórunnartúni. RKÍ og SÍ treysta á skilning gesta og samfélagsins alls á þessum tímabundnu óþægindum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.