Almennar fréttir
Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands saman að teikniborðinu
09. apríl 2021
Fulltrúar Rauða krossins (RKÍ) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) leita nú í sameiningu leiða til að uppfylla nýja reglugerð um sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Snýr sú vinna einkum að því að tryggja gestum sóttkvíarhótela útivist án þess að skerða sóttvarnir.
Fulltrúar Rauða krossins (RKÍ) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) leita nú í sameiningu leiða til að uppfylla nýja reglugerð um sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Snýr sú vinna einkum að því að tryggja gestum sóttkvíarhótela útivist, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, án þess að skerða sóttvarnir. Þetta kallar á verulega breytt verklag og aukinn mannafla. Lagt er kapp á að vinna þetta hratt og vel og má vænta frekari frétta á næstu 24-48 klukkustundum.
Meðan á þessari vinnu stendur er því miður ekki mögulegt að tryggja gestum tækifæri til útivistar þar sem slíkt myndi koma niður á sóttvarnarráðstöfunum og þar með ógna öryggi gesta sóttkvíarhússins í Þórunnartúni. RKÍ og SÍ treysta á skilning gesta og samfélagsins alls á þessum tímabundnu óþægindum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.