Almennar fréttir
Rauði krossinn og Sýn í samstarf
07. janúar 2019
Sýn og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning sem í felst stuðningur Sýnar við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins, nánar tiltekið verkefnið Brúun hins stafræna bils. Það aðstoðar landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans í fimmtán Afríkuríkjum að bæta þekkingu og búnað í upplýsinga- og samskiptatækni svo þau megi efla getu sína í hjálparstarfi.
Sýn og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning sem í felst stuðningur Sýnar við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins, nánar tiltekið verkefnið Brúun hins stafræna bils. Það aðstoðar landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans í fimmtán Afríkuríkjum að bæta þekkingu og búnað í upplýsinga- og samskiptatækni svo þau megi efla getu sína í hjálparstarfi.
Samstarfssamningurinn er til tveggja ára og felur í sér að Sýn lánar starfsmann með sérþekkingu í upplýsinga- og samskiptatækni til að sinna verkefnum sendifulltrúa í verkefninu.
Brúun hins stafræna bils er eitt af langtímaþróunarverkefnum Rauða krossins sem einnig er stutt af Utanríkisráðuneytinu, Íslandsbanka, Reiknistofu bankanna o.fl. íslensk fyrirtæki og unnið í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossinn og Rauða hálfmánann.
„Við hjá Sýn erum stolt af að geta stutt við mikilvægt hlutverk Rauða krossins með okkar þekkingu og fólki. Stuðningurinn er í takt við áherslur og stefnu okkar um samfélagslega ábyrgð og að gera það með snjöllum hætti með því að brúa mikilvægt stafrænt bil í ríkjum Afríku fellur mjög vel að okkar starfsemi,“ segir Kjartan Briem framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Sýn.
„Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Í mörgum ríkjum ríkjum Afríku búa Rauða kross félög við svo bágan kost að það er ekki nein nettenging í deildum þar sem sjálfboðaliðar sinna lífsbjargandi hjálparstarfi eða þá að hún er mjög óstöðug,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins og bætir við að verkefninu sé meðal annars ætlað að bæta úr þessu. „Það þarf að tryggja betur að hægt sé að senda mikilvægar upplýsingar sem varða hjálparstarf Rauða krossins svo hægt sé að tryggja betur að nauðsynleg hjálpargögn séu til staðar og að mannúðaraðstoð sé í samræmi við þarfir skjólstæðinga á vettvangi og berist eins skjótt og völ er á,“ segir Atli Viðar og bætir við að mikil ánægja sé hjá Rauða Krossinum með samstarfið við Sýn.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.