Almennar fréttir
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Akureyri
01. júlí 2021
Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð og viðbragðshópur Rauða krossins á Norðurlandi kallaður út á þriðja tímanum í dag í kjölfar hópslyss á Akureyri. Þar hafði hoppukastali tekist á loft en fjöldi fólks var í kastalanum þegar atvikið átti sér stað.
Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð og viðbragðshópur Rauða krossins á Norðurlandi kallaður út á þriðja tímanum í dag í kjölfar hópslyss á Akureyri. Þar hafði hoppukastali tekist á loft en fjöldi fólks var í kastalanum þegar atvikið átti sér stað.
Vegna þessa opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Skautahöllinni á Akureyri þar sem sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins veittu sálrænan stuðning auk annarra verkefna en mikið fjölmenni var á svæðinu.
Rauði krossinn mun áfram veita stuðning eftir þörfum.
- Fulltrúar úr viðbragðshópi félagsins verða í Viðjulundi 2 á Akureyri á morgun, föstudaginn 2. júlí, á milli kl. 14 og 15 og eru þau sem vilja fá aðstoð og stuðning í kjölfar atburða dagsins hvött til að mæta þangað.
- Við minnum á að Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólarhringinn sem og netspjallið á 1717.is en þar veita sjálfboðaliðar Rauða krossins ráðgjöf og stuðning í nafnleynd og trúnaði.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.