Almennar fréttir
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Akureyri
01. júlí 2021
Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð og viðbragðshópur Rauða krossins á Norðurlandi kallaður út á þriðja tímanum í dag í kjölfar hópslyss á Akureyri. Þar hafði hoppukastali tekist á loft en fjöldi fólks var í kastalanum þegar atvikið átti sér stað.
Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð og viðbragðshópur Rauða krossins á Norðurlandi kallaður út á þriðja tímanum í dag í kjölfar hópslyss á Akureyri. Þar hafði hoppukastali tekist á loft en fjöldi fólks var í kastalanum þegar atvikið átti sér stað.
Vegna þessa opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Skautahöllinni á Akureyri þar sem sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins veittu sálrænan stuðning auk annarra verkefna en mikið fjölmenni var á svæðinu.
Rauði krossinn mun áfram veita stuðning eftir þörfum.
- Fulltrúar úr viðbragðshópi félagsins verða í Viðjulundi 2 á Akureyri á morgun, föstudaginn 2. júlí, á milli kl. 14 og 15 og eru þau sem vilja fá aðstoð og stuðning í kjölfar atburða dagsins hvött til að mæta þangað.
- Við minnum á að Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólarhringinn sem og netspjallið á 1717.is en þar veita sjálfboðaliðar Rauða krossins ráðgjöf og stuðning í nafnleynd og trúnaði.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.

Vertu klár á táknmáli
Innanlandsstarf 09. maí 2025Auglýsingar í hinni vinsælu vitundarvakningu Rauða krossins 3dagar.is, þar sem fólk er hvatt til að undirbúa sig fyrir neyðarástand, eru nú líka á táknmáli.

Mannúðarstarfsfólk orðið skotmörk
Alþjóðastarf 08. maí 2025„Hver einasta árás á mannúðarstarfsmann er árás á samfélagið sem hann þjónaði,“ segja forsetar alþjóðasambands og alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Forsetarnir segja að alþjóðasamfélagið geti ekki haldið áfram að líta fram hjá því er lög sem gilda í stríði eru hundsuð og mannúðarstarfsmenn markvisst orðnir skotmörk.