Almennar fréttir
Rauði krossinn opnar fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
04. október 2022
Rauði krossinn á Íslandi hefur að beiðni stjórnvalda opnað fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Fjöldahjálparstöðin var opnuð vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu, samhliða skorti á íbúðarhúsnæði fyrir flóttafólk. Gert er ráð fyrir að fólk gisti í fjöldahjálparstöðinni í takmarkaðan tíma og fari þaðan í önnur húsnæðisúrræði.
Fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. Húsnæðið er á nokkrum hæðum og þykir henta verkefninu vel. Gert er ráð fyrir sérstakri aðstöðu fyrir fjölskyldufólk.
Rauði krossinn á Íslandi gegnir stoðhlutverki við stjórnvöld í almannavörnum og hlutverk félagsins felst meðal annars í opnun og starfrækslu fjöldahjálparstöðva. Það er því Rauði krossinn sem sér um og rekur fjöldahjálparstöðina í Borgartúni en í nánu samstarfi við Vinnumálastofnun, sem þjónustar umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem fer með málaflokkinn.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.