Almennar fréttir
Rauði krossinn opnar ný farsóttarhús
12. nóvember 2021
Rauði krossinn opnar ný farsóttarhús. Rauði krossinn minnir á að mikilvægasta vörnin í útbreiðslu smita er að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda varðandi sóttvarnir. Hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is er alltaf opið. Sýnum góðvild á krefjandi tímum og verum til staðar fyrir hvert annað.
Í ljósi þess að faraldurinn er í miklum vexti hér á landi og metfjöldi er að greinast með veiruna daglega, verður opnað nýtt farsóttarhús í Reykjavík fyrir helgi. Reykjavík Lights Hotel við Suðurlandsbraut verður því eitt af þeim þremur farsóttarhúsum sem Rauði krossinn rekur í Reykjavík, en hin tvö eru að fyllast í ljósi fjölda smita.
Í farsóttarhúsum eru núna alls 137 gestir og fer þeim hratt fjölgandi. Í gær var herbergjum fjölgað um 100 herbergi, þar af fengust fjögur herbergi til viðbótar á Akureyri og 96 í Reykjavík.
Rauði krossinn mun áfram annast alla þjónustu við gesti farsóttarhúsa. Rekstur þessara húsa er mjög mikilvægur liður í því að draga úr álagi á sjúkrahúsum og hefta útbreiðslu smita á landinu.
Mikilvægasta vörnin í útbreiðslu smita er að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda varðandi sóttvarnir.
Rauði krossinn vill líka minna á að Hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is er alltaf opið. Það getur verið eðlilegt að finna fyrir áhyggjum og kvíða þegar óvissa er framundan. Að vera í samskiptum við vini og fjölskyldu getur hjálpað og sjálfboðaliðar Hjálparsímans 1717 eru ávallt til staðar til að veita bjargráð á streituvaldandi tímum. Hjálparsíminn 1717 hefur tekið á móti mörgum símtölum varðandi Covid 19, bæði almennar spurningar varðandi farsóttarhús sem og samtöl sem snúa að kvíða varðandi faraldurinn.
Rauði krossinn vil þakka sérstaklega öllum Mannvinum Rauða krossins fyrir þeirra stuðning, en mánaðarlegur stuðningur þeirra gerir félaginu kleift að bregðast við, hvenær sem þörf er á. Þeir gera okkur kleift að reka Hjálparsímann 1717 og viðbúnað Rauða krossins.
Ef þú vilt gerast Mannvinur Rauða krossins, og þannig styðja Hjálparsímann 1717 og annan viðbúnað Rauða krossins á tímum heimsfaraldurs, þá er einfalt að gera það á?mannvinir.is.
Forsíðumyndin er af Gylfa Þ. Þorsteinssyni , forstöðumanni farsóttarhúsa og Guðnýju Guðmarsdóttur starfsmanni og megintexta er mynd af hótelinu við Suðurlandsbraut og mynd starfsmönnum hótelsins þeim Gerði Helgadóttur og Guðrúnu Gígju Aradóttur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.