Almennar fréttir
Rauði krossinn opnar nýtt sóttkvíarhótel
02. maí 2021
Í dag opnar Rauði krossinn sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Verður það þriðja sóttkvíarhótelið í Reykjavík og það fjórða á landinu en fyrir hefur Rauði krossinn umsjón með sóttkvíarhótelum á Fosshótel Reykjavík, Hótel Storm og Hótel Hallormsstað.
Í dag opnar Rauði krossinn sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Verður það þriðja sóttkvíarhótelið í Reykjavík og það fjórða á landinu en fyrir hefur Rauði krossinn umsjón með sóttkvíarhótelum á Fosshótel Reykjavík, Hótel Storm og Hótel Hallormsstað. Þá hefur Rauði krossinn einnig umsjón með farsóttarhúsum við Rauðarárstíg líkt og verið hefur síðastliðið ár.
Farþegum sem koma til landsins og ýmist þurfa eða kjósa að verja sinni sóttkví á sóttkvíarhóteli hefur farið nokkuð fjölgandi að undanförnu. Í nótt voru um 400 gestir á sóttkvíarhótelunum tveimur í Reykjavík og einungis örfá herbergi laus þar sem stendur. Í dag koma átta farþegavélar til landsins, sú fyrsta lenti í morgun og sjö eru væntanlegar síðar í dag, þar af koma tvær frá hááhættusvæðum með nýgengi smita yfir 700.
Með tilkomu sóttkvíarhótelsins á Hótel Kletti bætast 84 herbergi við fyrra framboð og Rauði krossinn þar með betur í stakk búinn til að taka á móti þeim gestafjölda sem búast má við í dag og næstu daga.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.