Almennar fréttir
Rauði krossinn opnar nýtt sóttkvíarhótel
02. maí 2021
Í dag opnar Rauði krossinn sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Verður það þriðja sóttkvíarhótelið í Reykjavík og það fjórða á landinu en fyrir hefur Rauði krossinn umsjón með sóttkvíarhótelum á Fosshótel Reykjavík, Hótel Storm og Hótel Hallormsstað.
Í dag opnar Rauði krossinn sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Verður það þriðja sóttkvíarhótelið í Reykjavík og það fjórða á landinu en fyrir hefur Rauði krossinn umsjón með sóttkvíarhótelum á Fosshótel Reykjavík, Hótel Storm og Hótel Hallormsstað. Þá hefur Rauði krossinn einnig umsjón með farsóttarhúsum við Rauðarárstíg líkt og verið hefur síðastliðið ár.
Farþegum sem koma til landsins og ýmist þurfa eða kjósa að verja sinni sóttkví á sóttkvíarhóteli hefur farið nokkuð fjölgandi að undanförnu. Í nótt voru um 400 gestir á sóttkvíarhótelunum tveimur í Reykjavík og einungis örfá herbergi laus þar sem stendur. Í dag koma átta farþegavélar til landsins, sú fyrsta lenti í morgun og sjö eru væntanlegar síðar í dag, þar af koma tvær frá hááhættusvæðum með nýgengi smita yfir 700.
Með tilkomu sóttkvíarhótelsins á Hótel Kletti bætast 84 herbergi við fyrra framboð og Rauði krossinn þar með betur í stakk búinn til að taka á móti þeim gestafjölda sem búast má við í dag og næstu daga.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.