Almennar fréttir
Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum og Mannvinum
19. mars 2020
Mikið álag vegna Covid-19 kallar á aukinn stuðning
\r\n
Rauði krossinn hefur fundið fyrir miklum velvilja meðal fólks sl. vikur og margir vilja gefa af sér í óvissuástandi líkt og nú ríkir.
Mörg sjálfboðaliðaverkefna Rauða krossins hafa fallið niður tímabundið eða breyst vegna ástandsins. Þannig hefur t.d. heimsóknavinum verið breytt í símavini eins og mögulegt er og opnum húsum fyrir innflytjendur verið lokað tímabundið en reynt er að veita aðstoð í gegnum síma eins og hægt er.
Fjölmargir hafa sett sig í samband við Rauða krossinn til þess að bjóða fram aðstoð. Nú hefur verið opnað skráningarform þar sem hægt er að skrá sig sem tímabundinn sjálfboðaliða sem Rauði krossinn getur leitað til ef á þarf að halda.
„Þar sem mikið annríki er hjá Rauða krossinum þá biðjum við fólk um að sýna því skilning að við höfum samband eftir þörfum en getum ekki sett okkur í samband við hvern og einn. Við leitum til fólks eftir því hvað verkefnin kalla á“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
„Það er hægt að skrá sig hjá okkur og við biðjum fólk sérstaklega um að taka fram ef það hefur reynslu, tungumálakunnáttu eða menntun sem getur nýst.“ Ennfremur segir Brynhildur að vegna álagsins þurfi Rauði krossinn fleiri Mannvini, en mánaðarlegt framlag getur breytt öllu fyrir starfið sem er framundan.
Gerast mannvinur eða sjálfboðaliðiFréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.