Almennar fréttir
Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum og Mannvinum
19. mars 2020
Mikið álag vegna Covid-19 kallar á aukinn stuðning
\r\n
Rauði krossinn hefur fundið fyrir miklum velvilja meðal fólks sl. vikur og margir vilja gefa af sér í óvissuástandi líkt og nú ríkir.
Mörg sjálfboðaliðaverkefna Rauða krossins hafa fallið niður tímabundið eða breyst vegna ástandsins. Þannig hefur t.d. heimsóknavinum verið breytt í símavini eins og mögulegt er og opnum húsum fyrir innflytjendur verið lokað tímabundið en reynt er að veita aðstoð í gegnum síma eins og hægt er.
Fjölmargir hafa sett sig í samband við Rauða krossinn til þess að bjóða fram aðstoð. Nú hefur verið opnað skráningarform þar sem hægt er að skrá sig sem tímabundinn sjálfboðaliða sem Rauði krossinn getur leitað til ef á þarf að halda.
„Þar sem mikið annríki er hjá Rauða krossinum þá biðjum við fólk um að sýna því skilning að við höfum samband eftir þörfum en getum ekki sett okkur í samband við hvern og einn. Við leitum til fólks eftir því hvað verkefnin kalla á“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
„Það er hægt að skrá sig hjá okkur og við biðjum fólk sérstaklega um að taka fram ef það hefur reynslu, tungumálakunnáttu eða menntun sem getur nýst.“ Ennfremur segir Brynhildur að vegna álagsins þurfi Rauði krossinn fleiri Mannvini, en mánaðarlegt framlag getur breytt öllu fyrir starfið sem er framundan.
Gerast mannvinur eða sjálfboðaliðiFréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.