Almennar fréttir
Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum og Mannvinum
19. mars 2020
Mikið álag vegna Covid-19 kallar á aukinn stuðning
\r\n
Rauði krossinn hefur fundið fyrir miklum velvilja meðal fólks sl. vikur og margir vilja gefa af sér í óvissuástandi líkt og nú ríkir.
Mörg sjálfboðaliðaverkefna Rauða krossins hafa fallið niður tímabundið eða breyst vegna ástandsins. Þannig hefur t.d. heimsóknavinum verið breytt í símavini eins og mögulegt er og opnum húsum fyrir innflytjendur verið lokað tímabundið en reynt er að veita aðstoð í gegnum síma eins og hægt er.
Fjölmargir hafa sett sig í samband við Rauða krossinn til þess að bjóða fram aðstoð. Nú hefur verið opnað skráningarform þar sem hægt er að skrá sig sem tímabundinn sjálfboðaliða sem Rauði krossinn getur leitað til ef á þarf að halda.
„Þar sem mikið annríki er hjá Rauða krossinum þá biðjum við fólk um að sýna því skilning að við höfum samband eftir þörfum en getum ekki sett okkur í samband við hvern og einn. Við leitum til fólks eftir því hvað verkefnin kalla á“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
„Það er hægt að skrá sig hjá okkur og við biðjum fólk sérstaklega um að taka fram ef það hefur reynslu, tungumálakunnáttu eða menntun sem getur nýst.“ Ennfremur segir Brynhildur að vegna álagsins þurfi Rauði krossinn fleiri Mannvini, en mánaðarlegt framlag getur breytt öllu fyrir starfið sem er framundan.
Gerast mannvinur eða sjálfboðaliðiFréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.