Almennar fréttir
Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum og Mannvinum
19. mars 2020
Mikið álag vegna Covid-19 kallar á aukinn stuðning
\r\n
Rauði krossinn hefur fundið fyrir miklum velvilja meðal fólks sl. vikur og margir vilja gefa af sér í óvissuástandi líkt og nú ríkir.
Mörg sjálfboðaliðaverkefna Rauða krossins hafa fallið niður tímabundið eða breyst vegna ástandsins. Þannig hefur t.d. heimsóknavinum verið breytt í símavini eins og mögulegt er og opnum húsum fyrir innflytjendur verið lokað tímabundið en reynt er að veita aðstoð í gegnum síma eins og hægt er.
Fjölmargir hafa sett sig í samband við Rauða krossinn til þess að bjóða fram aðstoð. Nú hefur verið opnað skráningarform þar sem hægt er að skrá sig sem tímabundinn sjálfboðaliða sem Rauði krossinn getur leitað til ef á þarf að halda.
„Þar sem mikið annríki er hjá Rauða krossinum þá biðjum við fólk um að sýna því skilning að við höfum samband eftir þörfum en getum ekki sett okkur í samband við hvern og einn. Við leitum til fólks eftir því hvað verkefnin kalla á“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
„Það er hægt að skrá sig hjá okkur og við biðjum fólk sérstaklega um að taka fram ef það hefur reynslu, tungumálakunnáttu eða menntun sem getur nýst.“ Ennfremur segir Brynhildur að vegna álagsins þurfi Rauði krossinn fleiri Mannvini, en mánaðarlegt framlag getur breytt öllu fyrir starfið sem er framundan.
Gerast mannvinur eða sjálfboðaliðiFréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.