Almennar fréttir
Rauði krossinn stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp
21. júní 2021
Leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp verður haldið dagana 25.-30. september 2021. Námskeiðið nær yfir sex heila daga og verður haldið á höfuðborgarsvæðinu.
Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp dagana 25.-30. september 2021.
Á námskeiðinu, sem nær yfir sex heila daga og verður haldið á höfuðborgarsvæðinu, verður höfuðáhersla lögð á að þjálfa þátttakendur í að kenna skyndihjálp. Þau sem sækja námskeiðið þurfa því að hafa góða skyndihjálparþekkingu til að byggja á auk menntunar á heilbrigðis- eða kennslusviði.
Umsóknarfrestur er til 5. júlí.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar og skráningu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga
Innanlandsstarf 01. september 2025Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.