Almennar fréttir
Rauði krossinn stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp
21. júní 2021
Leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp verður haldið dagana 25.-30. september 2021. Námskeiðið nær yfir sex heila daga og verður haldið á höfuðborgarsvæðinu.
Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp dagana 25.-30. september 2021.
Á námskeiðinu, sem nær yfir sex heila daga og verður haldið á höfuðborgarsvæðinu, verður höfuðáhersla lögð á að þjálfa þátttakendur í að kenna skyndihjálp. Þau sem sækja námskeiðið þurfa því að hafa góða skyndihjálparþekkingu til að byggja á auk menntunar á heilbrigðis- eða kennslusviði.
Umsóknarfrestur er til 5. júlí.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar og skráningu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.