Almennar fréttir
Rauði krossinn tók á móti gjafakortum frá starfsfólki Landspítalans
14. apríl 2021
Starfsfólk Landspítalans gáfu Rauða krossinum nokkur sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Sketchers sem þau höfðu fengið í gjöf en vildu gefa áfram til fólks sem gæti nýtt sér þau.
Starfsfólk Landspítalans gáfu Rauða krossinum nokkur sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Sketchers sem þau höfðu fengið í gjöf en vildu gefa áfram til fólks sem gæti nýtt sér þau.
Rauði krossinn hefur nú komið öllum gjafabréfunum áfram til skjólstæðinga sem skila kærum þökkum til starfsfólksins.
Rauði krossinn þakkar einnig starfsfólki Landspítalans fyrir þetta hugulsama framtak.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“