Almennar fréttir
Rauði krossinn tók þátt í flugslysaæfingu
26. október 2021
Viðbragðshópar Rauða krossins á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu laugardaginn 23. október á Keflavíkurflugvelli. Rauði krossinn opnaði söfnunarsvæði fyrir aðstandendur bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík auk þess að koma til aðstoðar á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og við stjórnun og samhæfingu aðgerðanna í Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum.
Viðbragðshópar Rauða krossins á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu laugardaginn 23. október á Keflavíkurflugvelli. Æfð voru viðbrögð við því að stór farþegaflugvél með um 150 manns innanborðs hefði brotlent við lendingu. Eldar kviknuðu og allt viðbragðslið á suðvesturhorninu var virkjað á fyrsta forgangi.
Rauði krossinn opnaði söfnunarsvæði fyrir aðstandendur bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík auk þess að koma til aðstoðar á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og við stjórnun og samhæfingu aðgerðanna í Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum.
Æfingar af þessu tagi eru nauðsynlegar til að samhæfa fyrstu viðbrögð allra viðbragðsaðila svo björgun fólks verði með eins markvissum og öruggum hætti og nokkur kostur er á.

ISAVIA boðar reglulega til æfinga á öllum áætlunarflugvöllum á Íslandi í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Allir viðbragðsaðilar taka þátt í þessum æfingum s.s. lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningamenn flugvallarstarfsfólk, björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsfólk, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og viðbragðshópar Rauða krossins. Þá koma fjölmargir aðrir að þeim svo sem starfsfólk sendiráða, utanríkisþjónustunnar, Rannsóknarnefnd Samgönguslysa, Kennslanefnd ríkislögreglustjóra, starfsfólk flugfélaga og mikill fjöldi sjálfboðaliða sem taka að sér hlutverk slasaðra á vettvangi og aðstandenda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.