Almennar fréttir
Rauði krossinn tók þátt í flugslysaæfingu
26. október 2021
Viðbragðshópar Rauða krossins á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu laugardaginn 23. október á Keflavíkurflugvelli. Rauði krossinn opnaði söfnunarsvæði fyrir aðstandendur bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík auk þess að koma til aðstoðar á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og við stjórnun og samhæfingu aðgerðanna í Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum.
Viðbragðshópar Rauða krossins á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu laugardaginn 23. október á Keflavíkurflugvelli. Æfð voru viðbrögð við því að stór farþegaflugvél með um 150 manns innanborðs hefði brotlent við lendingu. Eldar kviknuðu og allt viðbragðslið á suðvesturhorninu var virkjað á fyrsta forgangi.
Rauði krossinn opnaði söfnunarsvæði fyrir aðstandendur bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík auk þess að koma til aðstoðar á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og við stjórnun og samhæfingu aðgerðanna í Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum.
Æfingar af þessu tagi eru nauðsynlegar til að samhæfa fyrstu viðbrögð allra viðbragðsaðila svo björgun fólks verði með eins markvissum og öruggum hætti og nokkur kostur er á.

ISAVIA boðar reglulega til æfinga á öllum áætlunarflugvöllum á Íslandi í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Allir viðbragðsaðilar taka þátt í þessum æfingum s.s. lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningamenn flugvallarstarfsfólk, björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsfólk, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og viðbragðshópar Rauða krossins. Þá koma fjölmargir aðrir að þeim svo sem starfsfólk sendiráða, utanríkisþjónustunnar, Rannsóknarnefnd Samgönguslysa, Kennslanefnd ríkislögreglustjóra, starfsfólk flugfélaga og mikill fjöldi sjálfboðaliða sem taka að sér hlutverk slasaðra á vettvangi og aðstandenda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.