Almennar fréttir
Rauði krossinn tók þátt í flugslysaæfingu
26. október 2021
Viðbragðshópar Rauða krossins á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu laugardaginn 23. október á Keflavíkurflugvelli. Rauði krossinn opnaði söfnunarsvæði fyrir aðstandendur bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík auk þess að koma til aðstoðar á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og við stjórnun og samhæfingu aðgerðanna í Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum.
Viðbragðshópar Rauða krossins á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu laugardaginn 23. október á Keflavíkurflugvelli. Æfð voru viðbrögð við því að stór farþegaflugvél með um 150 manns innanborðs hefði brotlent við lendingu. Eldar kviknuðu og allt viðbragðslið á suðvesturhorninu var virkjað á fyrsta forgangi.
Rauði krossinn opnaði söfnunarsvæði fyrir aðstandendur bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík auk þess að koma til aðstoðar á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og við stjórnun og samhæfingu aðgerðanna í Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum.
Æfingar af þessu tagi eru nauðsynlegar til að samhæfa fyrstu viðbrögð allra viðbragðsaðila svo björgun fólks verði með eins markvissum og öruggum hætti og nokkur kostur er á.

ISAVIA boðar reglulega til æfinga á öllum áætlunarflugvöllum á Íslandi í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Allir viðbragðsaðilar taka þátt í þessum æfingum s.s. lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningamenn flugvallarstarfsfólk, björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsfólk, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og viðbragðshópar Rauða krossins. Þá koma fjölmargir aðrir að þeim svo sem starfsfólk sendiráða, utanríkisþjónustunnar, Rannsóknarnefnd Samgönguslysa, Kennslanefnd ríkislögreglustjóra, starfsfólk flugfélaga og mikill fjöldi sjálfboðaliða sem taka að sér hlutverk slasaðra á vettvangi og aðstandenda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“