Almennar fréttir
Rauði krossinn undirritar samning um hjálparlið almannavarna
25. október 2021
Ríkislögreglustjóri, formaður Rauða krossins á Íslandi og formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar skrifuðu undir endurnýjað „Samkomulag um hjálparlið almannavarna“, sem síðast var endurnýjað árið 2012.
Þann 22. október skrifuðu ríkislögreglustjóri, formaður Rauða krossins á Íslandi og formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar undir endurnýjað „Samkomulag um hjálparlið almannavarna“, sem síðast var endurnýjað árið 2012.
Samkomulagið er gert á grundvelli almannavarnalaga og tryggir sem fyrr aðkomu sjálfboðaliða Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar að almannavarnaviðbragði landsins. Að undirritun lokinni staðfesti dómsmálaráðherra samkomulagið. Við sama tækifæri voru undirritaðir sérsamningar ríkislögreglustjóra við félögin bæði um nánari skilgreiningu verkefna þeirra og verklag í almannavarnaaðgerðum.
Hlutverk Rauða krossins í samkomulaginu felst meðal annars í opnun og starfrækslu fjöldahjálparstöðva, söfnunarsvæða aðstandenda og skráningarstöðva, úrvinnslu skráninga, sálfélagslegum stuðningi og aðkomu að rekstri þjónustumiðstöðva almannavarna.
Rauði krossinn fagnar samkomulaginu og mun sinna hlutverki sínu áfram af fagmennsku og ábyrgð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.