Almennar fréttir
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
29. janúar 2025
Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza, þar sem neyðin er gífurleg eftir langvarandi átök. Vopnahlé hefur verið komið á, en ástandið á svæðinu er enn afar alvarlegt. Yfir 1,9 milljónir Palestínumanna eru á vergangi og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum.
Rauði krossinn við Eyjafjörð hefur til fjölda ára lagt sitt af mörkum til neyðarsafnana vegna náttúruhamfara og átaka víðs vegar um heiminn. Með þessu framlagi vill deildin leggja sitt af mörkum til að styðja viðbragð Rauða krossins á svæðinu og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.
Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til neyðarsöfnunarinnar geta gert það með framlögum hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.