Almennar fréttir
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
29. janúar 2025
Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.

Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza, þar sem neyðin er gífurleg eftir langvarandi átök. Vopnahlé hefur verið komið á, en ástandið á svæðinu er enn afar alvarlegt. Yfir 1,9 milljónir Palestínumanna eru á vergangi og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum.
Rauði krossinn við Eyjafjörð hefur til fjölda ára lagt sitt af mörkum til neyðarsafnana vegna náttúruhamfara og átaka víðs vegar um heiminn. Með þessu framlagi vill deildin leggja sitt af mörkum til að styðja viðbragð Rauða krossins á svæðinu og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.
Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til neyðarsöfnunarinnar geta gert það með framlögum hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.