Almennar fréttir
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
29. janúar 2025
Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.

Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza, þar sem neyðin er gífurleg eftir langvarandi átök. Vopnahlé hefur verið komið á, en ástandið á svæðinu er enn afar alvarlegt. Yfir 1,9 milljónir Palestínumanna eru á vergangi og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum.
Rauði krossinn við Eyjafjörð hefur til fjölda ára lagt sitt af mörkum til neyðarsafnana vegna náttúruhamfara og átaka víðs vegar um heiminn. Með þessu framlagi vill deildin leggja sitt af mörkum til að styðja viðbragð Rauða krossins á svæðinu og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.
Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til neyðarsöfnunarinnar geta gert það með framlögum hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólk á Gaza sárbiður um hjálp
Alþjóðastarf 19. maí 2025Aukinn þungi hefur færst í hernaðaraðgerðir á Gaza síðustu daga og hundruð almennra borgara, sem skulu njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, verið drepin. „Mannúðaraðstoð má aldrei nota í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

„Við verðum að brýna raustina“
Almennar fréttir 13. maí 2025„Á tímum sem þessum getum við ekki staðið þögul hjá,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi. „Við verðum að brýna raustina og láta í okkur heyra, hvar sem færi gefst.“

Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.