Almennar fréttir
Röð út á götu á risa kíló fatamarkaði Rauða krossins
21. október 2021
Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins. Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins.
Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins. Slíkir markaðir hafa verið haldnir nokkrum sinnum á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um landið. Markmið með slíkum kílómörkuðum er að efla alla endurnýtingu á góðum fötum innanlands.

Á markaðnum síðasta laugardag var sannarlega hægt að gera mjög góð kaup og fjöldi fólks nýtti sér það. Rauði krossinn reiknar með að um eitt tonn af fötum hafi selst á markaðnum, sem er nýtt met á slíkum mörkuðum Rauða krossins. Starfsmenn og sjálfboðaliðar hafa fundið fyrir mikilli tilhlökkun fólks í aðdraganda markaðarins og mættu fjölmargir af tryggustu viðskiptavinum Rauðakrossbúðanna á markaðinn.
Fjölmennasti hópurinn sem mætti á markaðinn voru í aldurshópnum 18-25 ára sem er einmitt sá aldurshópur sem verslar hvað mest í fatabúðum Rauða krossins. Flestir viðskiptavinir versluðu milli 2-3 kg af fötum á markaðnum. Kílóverðið var 2000 kr en lækkaði niður í 1500 kr ef verslað var fyrir meira en 3 kg.

Rauði krossinn þakkar öllum viðskiptavinum sem mættu á markaðinn síðasta laugardag og hlakkar til að taka á móti þeim sem ekki gátu mætt í einni af fatabúðum Rauða krossins um allt land.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.