Almennar fréttir
Röð út á götu á risa kíló fatamarkaði Rauða krossins
21. október 2021
Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins. Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins.
Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins. Slíkir markaðir hafa verið haldnir nokkrum sinnum á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um landið. Markmið með slíkum kílómörkuðum er að efla alla endurnýtingu á góðum fötum innanlands.

Á markaðnum síðasta laugardag var sannarlega hægt að gera mjög góð kaup og fjöldi fólks nýtti sér það. Rauði krossinn reiknar með að um eitt tonn af fötum hafi selst á markaðnum, sem er nýtt met á slíkum mörkuðum Rauða krossins. Starfsmenn og sjálfboðaliðar hafa fundið fyrir mikilli tilhlökkun fólks í aðdraganda markaðarins og mættu fjölmargir af tryggustu viðskiptavinum Rauðakrossbúðanna á markaðinn.
Fjölmennasti hópurinn sem mætti á markaðinn voru í aldurshópnum 18-25 ára sem er einmitt sá aldurshópur sem verslar hvað mest í fatabúðum Rauða krossins. Flestir viðskiptavinir versluðu milli 2-3 kg af fötum á markaðnum. Kílóverðið var 2000 kr en lækkaði niður í 1500 kr ef verslað var fyrir meira en 3 kg.

Rauði krossinn þakkar öllum viðskiptavinum sem mættu á markaðinn síðasta laugardag og hlakkar til að taka á móti þeim sem ekki gátu mætt í einni af fatabúðum Rauða krossins um allt land.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“