Almennar fréttir
Röð út á götu á risa kíló fatamarkaði Rauða krossins
21. október 2021
Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins. Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins.
Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins. Slíkir markaðir hafa verið haldnir nokkrum sinnum á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um landið. Markmið með slíkum kílómörkuðum er að efla alla endurnýtingu á góðum fötum innanlands.

Á markaðnum síðasta laugardag var sannarlega hægt að gera mjög góð kaup og fjöldi fólks nýtti sér það. Rauði krossinn reiknar með að um eitt tonn af fötum hafi selst á markaðnum, sem er nýtt met á slíkum mörkuðum Rauða krossins. Starfsmenn og sjálfboðaliðar hafa fundið fyrir mikilli tilhlökkun fólks í aðdraganda markaðarins og mættu fjölmargir af tryggustu viðskiptavinum Rauðakrossbúðanna á markaðinn.
Fjölmennasti hópurinn sem mætti á markaðinn voru í aldurshópnum 18-25 ára sem er einmitt sá aldurshópur sem verslar hvað mest í fatabúðum Rauða krossins. Flestir viðskiptavinir versluðu milli 2-3 kg af fötum á markaðnum. Kílóverðið var 2000 kr en lækkaði niður í 1500 kr ef verslað var fyrir meira en 3 kg.

Rauði krossinn þakkar öllum viðskiptavinum sem mættu á markaðinn síðasta laugardag og hlakkar til að taka á móti þeim sem ekki gátu mætt í einni af fatabúðum Rauða krossins um allt land.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.

Vertu klár á táknmáli
Innanlandsstarf 09. maí 2025Auglýsingar í hinni vinsælu vitundarvakningu Rauða krossins 3dagar.is, þar sem fólk er hvatt til að undirbúa sig fyrir neyðarástand, eru nú líka á táknmáli.

Mannúðarstarfsfólk orðið skotmörk
Alþjóðastarf 08. maí 2025„Hver einasta árás á mannúðarstarfsmann er árás á samfélagið sem hann þjónaði,“ segja forsetar alþjóðasambands og alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Forsetarnir segja að alþjóðasamfélagið geti ekki haldið áfram að líta fram hjá því er lög sem gilda í stríði eru hundsuð og mannúðarstarfsmenn markvisst orðnir skotmörk.