Almennar fréttir
Róró færir Rauða krossinum Lúllu dúkkur að gjöf
20. maí 2021
Á dögunum fékk Rauði krossinn 25 Lúllu dúkkur að gjöf. Dúkkurnar fara meðal annars í sérstaka ungbarnapakka sem Rauði krossinn gefur barnshafandi konum sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi.
Á dögunum fékk Rauði krossinn 25 Lúllu dúkkur að gjöf frá Róró, fyrirtækinu á bakvið dúkkurnar vinsælu.
Dúkkurnar fara meðal annars í sérstaka ungbarnapakka sem Rauði krossinn gefur barnshafandi konum sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Pakkarnir innihalda til dæmis barnaföt, þar á meðal heimfarasett prjónuð af sjálfboðaliðum Rauða krossins en áhersla er lögð á að hafa pakkana bæði fallega og nytsamlega.
Lúlla dúkkan frá Róró stuðlar að bættum svefni, vellíðan og öryggistilfinningu barna en dúkkan, sem er hönnuð eftir rannsóknum, spilar upptöku af raunverulegri öndun og hjartslætti sem hefur róandi áhrif á börn á öllum aldri.
Það var Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi Róró, sem afhenti dúkkurnar þeim Þóri Hall Stefánssyni og Guðrúnu Brynjólfsdóttur á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins.
Þórir Hall Stefánsson, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd:
Við kunnum Róró bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu og afar nytsamlegu gjöf. Þetta er í annað sinn sem við fáum Lúllu dúkkur að gjöf og þær hafa nú þegar slegið í gegn hjá skjólstæðingum Rauða krossins, bæði sem hluti af ungbarnapökkum fyrir nýbura og sem gjöf til eldri barna. Það verður okkur sönn ánægja að koma dúkkunum 25 áfram til nýrra eigenda og við vonumst til að þetta fallega og góða samstarf við Róró sé komið til að vera.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“