Almennar fréttir
Sálfræðingar á vegum Rauða krossins á Íslandi við störf í Malaví
14. desember 2018
Sálfræðingarnir Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtíma þróunarverkefninu Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga í þremur sunnanverðum héruðum landsins.
Sálfræðingarnir Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga í þremur sunnanverðum héruðum landsins. Verkefnið er unnið í samvinnu við systurfélög Rauða krossins í Danmörku, Finnlandi og Ítalíu og styður utanríkisráðuneytið það dyggilega.
Tilgangur ferðarinnar var að halda leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi. Námskeiðið er liður í að styrkja innviði malavíska landsfélagsins og gera sálrænan stuðning part af sem flestum verkefnum þess vítt og breytt um landið, en þörfin er mikil enda búa milljónir íbúa landsins við mikla fátækt. Þátttakendum námskeiðsins er nú í framhaldinu ætlað að halda styttri og lengri námskeið um sálrænan stuðning fyrir starfsfólk, sjálfboðaliða og almenning í Malaví.
Námskeiðið stóð yfir í fimm daga og það sóttu 19 starfsmenn sem komu frá þremur svæðum Malaví auk landsskrifstofu. Þátttakendur voru einstaklega áhugasamir og sýndu mikla þekkingu.
Í lok námskeiðsins var þátttakendum skipt niður í litla hópa og átti hver hópur að útbúa tæplega hálftíma ör-námskeið í sálrænum stuðningi. Þessar kynningar heppnuðust vel og sýndu þátttakendur góða færni í að koma þessum fróðleik á framfæri. Þá var stóra hópnum skipt upp í tvennt og hvor hópur um sig útbjó áætlun um væntanlegt námskeiðahald þátttakenda í framhaldinu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.