Almennar fréttir
Sálfræðingar á vegum Rauða krossins á Íslandi við störf í Malaví
14. desember 2018
Sálfræðingarnir Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtíma þróunarverkefninu Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga í þremur sunnanverðum héruðum landsins.
Sálfræðingarnir Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga í þremur sunnanverðum héruðum landsins. Verkefnið er unnið í samvinnu við systurfélög Rauða krossins í Danmörku, Finnlandi og Ítalíu og styður utanríkisráðuneytið það dyggilega.
Tilgangur ferðarinnar var að halda leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi. Námskeiðið er liður í að styrkja innviði malavíska landsfélagsins og gera sálrænan stuðning part af sem flestum verkefnum þess vítt og breytt um landið, en þörfin er mikil enda búa milljónir íbúa landsins við mikla fátækt. Þátttakendum námskeiðsins er nú í framhaldinu ætlað að halda styttri og lengri námskeið um sálrænan stuðning fyrir starfsfólk, sjálfboðaliða og almenning í Malaví.
Námskeiðið stóð yfir í fimm daga og það sóttu 19 starfsmenn sem komu frá þremur svæðum Malaví auk landsskrifstofu. Þátttakendur voru einstaklega áhugasamir og sýndu mikla þekkingu.
Í lok námskeiðsins var þátttakendum skipt niður í litla hópa og átti hver hópur að útbúa tæplega hálftíma ör-námskeið í sálrænum stuðningi. Þessar kynningar heppnuðust vel og sýndu þátttakendur góða færni í að koma þessum fróðleik á framfæri. Þá var stóra hópnum skipt upp í tvennt og hvor hópur um sig útbjó áætlun um væntanlegt námskeiðahald þátttakenda í framhaldinu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“